Listaverkin geta notið sín innan RÚV 22. júlí 2006 08:15 Páll Magnússon Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, segir listaverkin Sumardagur í sveit og tvö verk er tilheyra seríu sem nefnist Sjávarútvegur, eftir Gunnlaug Scheving, geta notið sín innan veggja Ríkisútvarpsins. Í Fréttablaðinu í vikunni var greint frá því að Hilmar Einarsson, forvörður í Morkinskinnu, hefði metið verk Gunnlaugs á rúmlega 40 milljónir króna. Samtals eru listaverk í eigu RÚV metin á 52 milljónir króna. Í samtali við Fréttablaðið sagði Hilmar skynsamlegast að koma verkunum fyrir á safni, og þá helst á Listasafni Íslands, en þau hanga uppi á veggjum í höfuðstöðvum RÚV við Efstaleiti, meðal annars fyrir utan förðunarherbergi í húsinu. Ólafur segir mikilvægt að umgengni um verkin sé í samræmi við verðmæti og gildi verkanna. „Með hliðsjón af listrænu gildi verkanna eiga þau tvímælalaust heima í Listasafni Íslands. Aftur á móti skil ég vel það sjónarmið útvarpsstjóra að verkin séu hluti af mikilvægri menningarlegri ásýnd RÚV. En það er eðlilegt fyrir stofnanir að leita til Listasafn Íslands eftir ráðgjöf um forvörslu og meðferð listaverka, ef fyrir því er áhugi.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að hann teldi óþarft að koma verkunum fyrir á safni þar sem þau gæfu RÚV menningarlega ásjónu sem mikilvægt væri að halda í. Innlent Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Ólafur Kvaran, forstöðumaður Listasafns Íslands, segir listaverkin Sumardagur í sveit og tvö verk er tilheyra seríu sem nefnist Sjávarútvegur, eftir Gunnlaug Scheving, geta notið sín innan veggja Ríkisútvarpsins. Í Fréttablaðinu í vikunni var greint frá því að Hilmar Einarsson, forvörður í Morkinskinnu, hefði metið verk Gunnlaugs á rúmlega 40 milljónir króna. Samtals eru listaverk í eigu RÚV metin á 52 milljónir króna. Í samtali við Fréttablaðið sagði Hilmar skynsamlegast að koma verkunum fyrir á safni, og þá helst á Listasafni Íslands, en þau hanga uppi á veggjum í höfuðstöðvum RÚV við Efstaleiti, meðal annars fyrir utan förðunarherbergi í húsinu. Ólafur segir mikilvægt að umgengni um verkin sé í samræmi við verðmæti og gildi verkanna. „Með hliðsjón af listrænu gildi verkanna eiga þau tvímælalaust heima í Listasafni Íslands. Aftur á móti skil ég vel það sjónarmið útvarpsstjóra að verkin séu hluti af mikilvægri menningarlegri ásýnd RÚV. En það er eðlilegt fyrir stofnanir að leita til Listasafn Íslands eftir ráðgjöf um forvörslu og meðferð listaverka, ef fyrir því er áhugi.“ Páll Magnússon útvarpsstjóri greindi frá því í Fréttablaðinu í gær að hann teldi óþarft að koma verkunum fyrir á safni þar sem þau gæfu RÚV menningarlega ásjónu sem mikilvægt væri að halda í.
Innlent Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira