Innlent

Líkhúsgjald ólöglegt

Hvílt í friði Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma er óheimilt að innheimta líkhúsgjald.
Hvílt í friði Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma er óheimilt að innheimta líkhúsgjald. MYND/Heiða

Kirkjugörðum Reykjavíkurprófastsdæma er óheimilt að innheimta líkhúsgjald fyrir geymslu á líkum í líkhúsi kirkjugarðanna í Fossvogi. Það er álit Umboðsmanns Alþingis.

Umboðsmaðurinn beinir því til prófastsdæmisins að það taki gjaldtöluna til endurskoðunar. Hann vill að dóms- og kirkjumálaráðherra skoði sérstaklega hvort ákvæði laga um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu séu nægilega skýr um hvaða þjónustu almenningi eigi að veita endurgjaldslaust.

Umboðsmaður fékk málið til athugunar eftir að eiginkona mannsins sem kvartaði var krafin um tíu þúsund króna greiðslu fyrir geymslu á líki föður hennar í líkhúsi kirkjugarðanna í Fossvogi. Maðurinn taldi gjaldið ekki eiga sér lagastoð og hafði leitað til Neytendasamtakanna og ráðuneytisins áður.

Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma gáfu umboðsmanni þá skýringu á gjaldinu að um árabil hefðu kirkjugarðastjórnir bent dóms- og kirkjumálaráðuneytinu á að kirkjugarðsgjöld stæðu ekki undir þeim rekstri sem kirkjugörðum sé ætlað að veita. Rekstur líkhúss væri íþyngjandi og félli utan við lögbundið hlutverk þeirra. Gjaldið væri rekstrinum nauðsynlegt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×