Júlía Tímósjenkó og um 120 félagar í þingflokki hennar á Úkraínuþingi gengu út af þingi í gær í mótmælaskyni við þingmeirihluta Viktors Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta landsins.
Júlía krefst þess að Viktór Júsjenkó, núverandi forseti, leysi upp þingið og boði til kosninga til þess að koma í veg fyrir að nýja þingmeirihlutanum takist að mynda ríkisstjórn. Hún hét því að þingflokkur hennar, sem er sá næststærsti á þinginu, muni ekki mæta til þings fyrr en daginn sem Júsjenkó forseti leysir það upp. Honum er það ekki heimilt fyrr en 25. júlí næstkomandi.