Innlent

Nýr bæjarstjóri í Fjarðabyggð

Helga jónsdóttir
Helga jónsdóttir

Helga Jónsdóttir borgarritari var ráðin í embætti bæjarstjóra Fjarðabyggðar í gær til næstu fjögurra ára. Tuttugu sóttust eftir starfinu en allir bæjarfulltrúar greiddu atkvæði með tillögu bæjarráðs um að bjóða Helgu embættið.

Guðmundur Þorgrímsson, formaður bæjarráðs, segir að niðurstaða IMG Mannafls hafi verið afgerandi. Það var ákveðið að gera þetta á faglegum nótum. Helga er góður kostur og ánægjulegt fyrir sveitarfélagið að samhugur hafi ríkt um ráðningu nýs bæjarstjóra. Ég vona að þetta sé lykillinn að því að við getum gengið sátt inn í framtíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×