Innlent

Telja ekki tilefni til aðgerða

Ein flugvéla landsflugs Framkvæmdastjóri hjá Landsflugi segir niðurstöðu nefndarinnar í samræmi við það sem félagið hafi þegar vitað.
Ein flugvéla landsflugs Framkvæmdastjóri hjá Landsflugi segir niðurstöðu nefndarinnar í samræmi við það sem félagið hafi þegar vitað.

Starfshópur heilbrigðisráðuneytisins sem falið var að gera úttekt á sjúkraflugi í Vestmanna­eyjum skilaði bráða­birgða­niðurstöðu á dögunum. Samkvæmt henni hefur flug­rekstrar­félagið Landsflug, sem sér um sjúkraflug í Eyjum, staðist settan viðbragðstíma í öllum þeim 33 sjúkraflugum sem farið hafa þaðan frá áramótum, utan eins þar sem viðbragðstíminn var fimm mínútum lengri en leyfilegt er. Ekki þykir tilefni til tafarlausra aðgerða af hálfu ráðuneytisins.

Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, sem bað um að úttektin yrði gerð, segir ekki öll kurl komin til grafar. „Ég tek strax eftir því að í skýrsluna vantar tvö sjúkraflug þar sem lífshætta skapaðist vegna fjarveru sjúkraflugvélar og tafa á viðbragðstíma,“ segir hann. „Við munum gefa umsögn um skýrsluna og ég vona að lokaniðurstaðan verði önnur en þessi.“

Rúnar Fossádal Árnason, framkvæmdastjóri hjá Landsflugi, segir niðurstöðuna í takt við það sem hafi verið vitað. „Við skiljum ekkert í því að bæjarstjórinn og aðrir í Eyjum séu að æsa sig yfir þessu án þess að kynna sér báðar hliðar málsins,“ segir Rúnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×