Innlent

Fréttir undir berum himni

Hádegisfréttir NFS Hafliði Helgason og Þór Jónsson njóta veðurblíðunnar í beinni útsendingu.
Hádegisfréttir NFS Hafliði Helgason og Þór Jónsson njóta veðurblíðunnar í beinni útsendingu. MYND/Heiða

Hádegisfréttir NFS í gær voru með óvenjulegu sniði, en þeim var varpað beint út frá Ægisgarði við Reykjavíkurhöfn. „Við vitum ekki til þess að sjónvarpsfréttatími hafi áður verið sendur út í heild sinni undir beru lofti,“ segir Þór Jónsson, varafréttastjóri NFS. „Stundum hafa verið sendar út útvarpsfréttir utandyra, en aldrei sjónvarpsfréttir.“

„Það var svo glimrandi gott veður að okkur fannst sniðugt að prófa þetta. Tæknimenn fóru strax í málið og þetta gekk áfallalítið. Svo var skemmtilegt hversu margir komu til að kíkja á okkur, eftir að hafa heyrt í okkur í útvarpinu,“ segir Þór.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×