Innlent

Huga ekki allir að framtíðinni

Árni Sigfússon Bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Árni Sigfússon Bæjarstjóri í Reykjanesbæ.

Árni Sigfússon, bæjar­stjóri í Reykjanesbæ, hefur áhyggjur af hluta þess fólks sem missir vinnu sína vegna brotthvarfs varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli í september.

„Menn telja sig hafa tíma en við höfum áhyggjur af því að ekki séu allir að huga að framtíð sinni,“ sagði Árni í samtali við Fréttablaðið.

Nú hefur um þriðjungur þeirra íslensku starfsmanna varnarliðsins sem búa í Reykjanesbæ fengið aðra vinnu og er verið að aðstoða aðra.

Ráðgjafarstofa fyrir starfsfólk á varnarsvæðinu tók til starfa í lok mars og veitir þeim margvíslega aðstoð sem vilja. Boðið er upp á námskeið og aðstoð við gerð ferilskráa og starfsumsókna, auk þess sem fólk er búið undir atvinnuviðtöl. Þá eru laus störf sem kunna að henta varnarliðsstarfsfólki auglýst sérstaklega á vef ráðgjafarstofunnar.

Árni Sigfússon segir starfsemina hafa gengið ágætlega og almenn bjartsýni ríki um að úr greiðist hjá flestum. Hann ítrekar þó fyrrnefndar áhyggjur enda líði tíminn hratt og senn komi að því að þeir standi uppi án atvinnu sem ekki geri eitthvað í sínum málum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×