Eistnaflug í Neskaupstað 14. júlí 2006 15:15 stefán magnússon & Ragnheiður maría dóttir hans. Aðalskipuleggjandi Eistnaflugsins segist vonast til að fá helmingi fleiri gesti heldur en í fyrra. Um helgina fer fram þungarokkshátíðin Eistnaflug 2006 í Egilsbúð í Neskaupstað. Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram og að sögn skipuleggjenda verður hún mjög vegleg. Þetta bara vantaði alveg hingað austur, segir Stefán Magnússon, aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. Ég flutti í Neskaupstað fyrir tveimur árum síðan og þá var ég búinn að vera að þvælast í þessum þungarokks- og pönkkjarna í Reykjavík í nokkur ár. Það fer bara rosalega lítið fyrir þessu hérna. Þetta er aðallega einhver popptónlist og djass, segir hann. Nafnið Eistnaflug minnir óneitanlega á verslunarmannahelgarhátíðina Neistaflug en Stefán segist alls ekki vera að gera grín að henni. Hátíðin gat bara ekki heitið neitt annað, það var alveg á hreinu. Ég er ekkert að gera grín, þetta er bara minn húmor og mér fannst þetta nafn alveg steinliggja. Auk þess á það mjög vel við hátíðina, þetta er rokk og dúndur, segir hann og grínast með það að hljómsveitirnar séu hvort eð er flestar vel pungsveittar. Ein undantekning er þó á því, hljómsveitin Without the Balls er rokkhljómsveit frá Austurlandi sem skipuð er stúlkum á aldrinum 16-17 ára. Þær stúlkur verða einu fulltrúar kvenþjóðarinnar á sviðinu á Eistnaflugi um helgina og býst Stefán við því að þær muni rokka mikið. Við erum náttúrlega andskoti góðar að vera einu stelpurnar sem spila á þessum tónleikum, segir Bergljót Halla Kristjánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar. Ætli við reynum ekki að spila einhvers konar rokktónlist þarna. Við erum náttúrlega ung hljómsveit og erum enþá að mótast, segir Bergljót Halla. Eistnaflugið hefst á hádegi á laugardag og fara tónleikarnir fram í félagsheimilinu Egilsbúð. Við stefnum auðvitað á að fá tvöfalt fleiri gesti en í fyrra. Það er ekkert aldurstakmark og það kostar ekki nema þúsund krónur inn. Þetta var allt rosalega flott í fyrra og þetta verður enþá flottara í ár. Það er nóg pláss hérna, Egilsbúð er ekkert síðri en Egilshöll, segir Stefán hlæjandi. Sextán rokkhljómsveitir munu koma fram á þessum miklu tónleikum. Margar þekktar rokkhljómsveitir frá Reykjavík koma sérstaklega til þess að spila á hátíðinni og má þar nefna sveitirnar Hostile, Morðingjana, Dr. Gunna, Fræbbblana og Sólstafi auk fjölda annara. Eistnaflug Menning Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Um helgina fer fram þungarokkshátíðin Eistnaflug 2006 í Egilsbúð í Neskaupstað. Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram og að sögn skipuleggjenda verður hún mjög vegleg. Þetta bara vantaði alveg hingað austur, segir Stefán Magnússon, aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. Ég flutti í Neskaupstað fyrir tveimur árum síðan og þá var ég búinn að vera að þvælast í þessum þungarokks- og pönkkjarna í Reykjavík í nokkur ár. Það fer bara rosalega lítið fyrir þessu hérna. Þetta er aðallega einhver popptónlist og djass, segir hann. Nafnið Eistnaflug minnir óneitanlega á verslunarmannahelgarhátíðina Neistaflug en Stefán segist alls ekki vera að gera grín að henni. Hátíðin gat bara ekki heitið neitt annað, það var alveg á hreinu. Ég er ekkert að gera grín, þetta er bara minn húmor og mér fannst þetta nafn alveg steinliggja. Auk þess á það mjög vel við hátíðina, þetta er rokk og dúndur, segir hann og grínast með það að hljómsveitirnar séu hvort eð er flestar vel pungsveittar. Ein undantekning er þó á því, hljómsveitin Without the Balls er rokkhljómsveit frá Austurlandi sem skipuð er stúlkum á aldrinum 16-17 ára. Þær stúlkur verða einu fulltrúar kvenþjóðarinnar á sviðinu á Eistnaflugi um helgina og býst Stefán við því að þær muni rokka mikið. Við erum náttúrlega andskoti góðar að vera einu stelpurnar sem spila á þessum tónleikum, segir Bergljót Halla Kristjánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar. Ætli við reynum ekki að spila einhvers konar rokktónlist þarna. Við erum náttúrlega ung hljómsveit og erum enþá að mótast, segir Bergljót Halla. Eistnaflugið hefst á hádegi á laugardag og fara tónleikarnir fram í félagsheimilinu Egilsbúð. Við stefnum auðvitað á að fá tvöfalt fleiri gesti en í fyrra. Það er ekkert aldurstakmark og það kostar ekki nema þúsund krónur inn. Þetta var allt rosalega flott í fyrra og þetta verður enþá flottara í ár. Það er nóg pláss hérna, Egilsbúð er ekkert síðri en Egilshöll, segir Stefán hlæjandi. Sextán rokkhljómsveitir munu koma fram á þessum miklu tónleikum. Margar þekktar rokkhljómsveitir frá Reykjavík koma sérstaklega til þess að spila á hátíðinni og má þar nefna sveitirnar Hostile, Morðingjana, Dr. Gunna, Fræbbblana og Sólstafi auk fjölda annara.
Eistnaflug Menning Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira