Tæp tvö hundruð létu lífið 12. júlí 2006 07:15 Sundurtætt Lest í Bombay Mikil skelfing greip um sig í kjölfar árásanna og ekki hefur enn tekist að henda reiður á fjölda látinna. MYND/AP Sjö sprengjur sprungu í lestarkerfi Bombay (Mumbai), fjölmennustu borgar Indlands, í gær, sem ollu dauða á annað hundrað manns og særðu um 500 að sögn lögreglustjóra borgarinnar. Utanríkisráðherra kallar árásina „svívirðilegt hryðjuverk“. Að sögn lögreglu voru sprengingarnar hluti af vel skipulagðri og samhæfðri árás á lestarstöðvar. Vitni sáu líkamshluta á víð og dreif um lestarstöðvar og aðstandendur bera illa sært fólk í sjúkrabíla. Björgunaraðgerðir hafa reynst erfiðar vegna mikilla rigninga, en forgangsatriðið er að sögn lögreglu að bjarga þeim sem særðust. Sprengingarnar rifu dyr og glugga af lestarvögnum, en lestarferðir til borgarinnar hafa verið stöðvaðar tímabundið. Sprengingarnar skullu á vögnum á fyrsta farrými. Sú fyrsta átti sér stað í norðvesturhverfinu Khar, en sprengingarnar áttu sér stað á lestarteinum, í lestunum sjálfum eða á lestarstöðvum. Ein átti sér stað nálægt neðanjarðarlestarstöð. Yfirvöld á Indlandi hafa hert öryggiseftirlit og hvatt fólk til að forðast lestarmannvirki. Miklar deilur hafa staðið milli Indverja og Pakistana vegna yfirráða yfir Kasmír héraði, en pakistönsk yfirvöld neituðu aðild að sprengingunum og fordæmdu árásirnar. Engin hryðjuverkasamtök hafa lýst ódæðinu á hendur sér. Erlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Sjö sprengjur sprungu í lestarkerfi Bombay (Mumbai), fjölmennustu borgar Indlands, í gær, sem ollu dauða á annað hundrað manns og særðu um 500 að sögn lögreglustjóra borgarinnar. Utanríkisráðherra kallar árásina „svívirðilegt hryðjuverk“. Að sögn lögreglu voru sprengingarnar hluti af vel skipulagðri og samhæfðri árás á lestarstöðvar. Vitni sáu líkamshluta á víð og dreif um lestarstöðvar og aðstandendur bera illa sært fólk í sjúkrabíla. Björgunaraðgerðir hafa reynst erfiðar vegna mikilla rigninga, en forgangsatriðið er að sögn lögreglu að bjarga þeim sem særðust. Sprengingarnar rifu dyr og glugga af lestarvögnum, en lestarferðir til borgarinnar hafa verið stöðvaðar tímabundið. Sprengingarnar skullu á vögnum á fyrsta farrými. Sú fyrsta átti sér stað í norðvesturhverfinu Khar, en sprengingarnar áttu sér stað á lestarteinum, í lestunum sjálfum eða á lestarstöðvum. Ein átti sér stað nálægt neðanjarðarlestarstöð. Yfirvöld á Indlandi hafa hert öryggiseftirlit og hvatt fólk til að forðast lestarmannvirki. Miklar deilur hafa staðið milli Indverja og Pakistana vegna yfirráða yfir Kasmír héraði, en pakistönsk yfirvöld neituðu aðild að sprengingunum og fordæmdu árásirnar. Engin hryðjuverkasamtök hafa lýst ódæðinu á hendur sér.
Erlent Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira