Konur kjósa í fyrsta sinn 30. júní 2006 07:45 Kosningar í Kúveit Kúveisk kona kýs í þingkosningum sem fram fóru í Kúveit í gær. Þetta voru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru þar í landi þar sem konum er heimil þátttaka, bæði sem kjósendur og frambjóðendur. Mikil stemning ríkti á kjörstöðum kvenna, en kjörstaðir voru kynskiptir. MYND/AP Konur gengu til þingkosninga í fyrsta sinn í Kúveit í gær. Jafnframt var þetta í fyrsta sinn í sögu landsins sem konur fengu að bjóða sig fram til kosninga, og voru 27 konur meðal frambjóðendanna 249. "Þetta er eins og brúðkaupsdagur," sagði Salwa al-Sanoussi, 45 ára húsmóðir sem var ein hinna fyrstu til að mæta á kjörstað í Dahyia, einni ríkustu borg Kúveit. Hún var íklædd svörtum kufli og með svartan höfuðklút í stíl. Kjörstaðir voru kynskiptir og á fyrsta tímanum eftir opnun þeirra stóðu konur í fjórum löngum biðröðum á kjörstaðnum í Dahyia, sem sýndi raunverulegan áhuga kúveiskra kvenna um að nýta sér þennan nýja rétt sinn. "Áður skipti kjördagur okkur engu máli," sagði Gizlan Dashti, 22 ára gömul háskólamær sem var íklædd gallabuxum og með rauðan höfuðklút. "Nú skipta skoðanir kvenna máli." Kosningaþátttaka kvenna getur skipt sköpum fyrir Kúveit. Landinu hefur hingað til að miklu leyti verið stýrt af íhaldssömum þingmönnum sem hafa árum saman stöðvað tilraunir emírsins, Sjeik Sabah Al Ahmed Al Sabah, til að veita konum kosningarétt. Þær fengu loks þennan rétt í maí í fyrra. Konur eru 57 prósent af 340.000 kjósendum, svo skoðanir þeirra geta ráðið úrslitum varðandi stjórnmálin næstu fjögur árin í Kúveit. Enda hefur farið svo að þessir sömu íhaldssömu stjórnmálamenn sem beittu sér harðlega gegn kosningarétti kvenna reyndu mikið að ná atkvæðum þeirra fyrir kosningarnar. Við kjörstað kvenna í gærmorgun biðu fulltrúar frambjóðenda eftir konunum. Þeir ruku til þegar þær mættu í fylgd karlkyns bílstjóra, fylgdu þeim inn í skólann og héldu yfir þeim regnhlífum til að skýla þeim fyrir sólinni, en snemma um morguninn var hitinn kominn upp í 42 gráður. Eins buðu þeir upp á samlokur og svaladrykki fyrir utan kjörstað, sem konurnar gæddu sér kátar á. Nú er Sádi-Arabía eina arabalandið sem heldur lýðræðislegar kosningar en heimilar konum ekki að kjósa. Erlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira
Konur gengu til þingkosninga í fyrsta sinn í Kúveit í gær. Jafnframt var þetta í fyrsta sinn í sögu landsins sem konur fengu að bjóða sig fram til kosninga, og voru 27 konur meðal frambjóðendanna 249. "Þetta er eins og brúðkaupsdagur," sagði Salwa al-Sanoussi, 45 ára húsmóðir sem var ein hinna fyrstu til að mæta á kjörstað í Dahyia, einni ríkustu borg Kúveit. Hún var íklædd svörtum kufli og með svartan höfuðklút í stíl. Kjörstaðir voru kynskiptir og á fyrsta tímanum eftir opnun þeirra stóðu konur í fjórum löngum biðröðum á kjörstaðnum í Dahyia, sem sýndi raunverulegan áhuga kúveiskra kvenna um að nýta sér þennan nýja rétt sinn. "Áður skipti kjördagur okkur engu máli," sagði Gizlan Dashti, 22 ára gömul háskólamær sem var íklædd gallabuxum og með rauðan höfuðklút. "Nú skipta skoðanir kvenna máli." Kosningaþátttaka kvenna getur skipt sköpum fyrir Kúveit. Landinu hefur hingað til að miklu leyti verið stýrt af íhaldssömum þingmönnum sem hafa árum saman stöðvað tilraunir emírsins, Sjeik Sabah Al Ahmed Al Sabah, til að veita konum kosningarétt. Þær fengu loks þennan rétt í maí í fyrra. Konur eru 57 prósent af 340.000 kjósendum, svo skoðanir þeirra geta ráðið úrslitum varðandi stjórnmálin næstu fjögur árin í Kúveit. Enda hefur farið svo að þessir sömu íhaldssömu stjórnmálamenn sem beittu sér harðlega gegn kosningarétti kvenna reyndu mikið að ná atkvæðum þeirra fyrir kosningarnar. Við kjörstað kvenna í gærmorgun biðu fulltrúar frambjóðenda eftir konunum. Þeir ruku til þegar þær mættu í fylgd karlkyns bílstjóra, fylgdu þeim inn í skólann og héldu yfir þeim regnhlífum til að skýla þeim fyrir sólinni, en snemma um morguninn var hitinn kominn upp í 42 gráður. Eins buðu þeir upp á samlokur og svaladrykki fyrir utan kjörstað, sem konurnar gæddu sér kátar á. Nú er Sádi-Arabía eina arabalandið sem heldur lýðræðislegar kosningar en heimilar konum ekki að kjósa.
Erlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fleiri fréttir Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Sjá meira