Mestur tími fer í að ræða spillingarmál 28. júní 2006 06:30 konur í framboði Ekki eru allir jafn hrifnir af því að konur bjóði sig fram til þings í Kúveit og eru fjölmörg auglýsingaskilti skemmd. MYND/Nordicphotos/afp Mikill órói er nú í Kúveit vegna væntanlegra þingkosninga í landinu. Kosningarnar fara fram þann 29. júní og eru sögulegar að því leyti að nú er konum í fyrsta skipti leyft að kjósa og bjóða sig fram til þings. Búist var við að nýfenginn kosninga- og framboðsréttur kvenna yrði veigamikill í baráttunni, sem og átök um hversu langt skuli gengið í því að koma á lögum í anda Kóransins. Í kosningabaráttunni hefur hins vegar mestur tími farið í að ræða um ýmis spillingarmál og ásakanir um atkvæðakaup. Konur hafa ásakað einn frambjóðandann um að hafa borið á þær fé og reynt að múta þeim með dýrum handtöskum. Þetta tilboð til atkvæðakaupa hefur verið kallað "sigur fyrir konur" í kúveisku samfélagi. Umbótasinnar segja slaginn vera á milli þeirra og "herbúða hinna siðspillandi", en með því eiga þeir við gömlu valdaelítuna í landinu; ríkisstjórnina og meðlimi fjölskyldu emírsins. Í herbúðum umbótasinna hafa sameinast íhaldssamir íslamistar og frjálslyndir menn sem aðhyllast vestræna stjórnarhætti. Í látunum hafa nokkrir þingmenn umbótasinna strunsað út úr þingsal til að mótmæla nýrri kjördæmaskiptingu, sem þeir segja að gangi ekki nógu langt til að hamla gegn spillingu. Það þykja nýmæli í landinu að háskólanemar hafa verið með hávær mótmæli. Ágreiningurinn milli fylkinganna er svo djúpstæður að líklegt þykir að átökin muni setja mark sitt á kúveiskt samfélag til langframa. Erlent Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Fleiri fréttir Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sjá meira
Mikill órói er nú í Kúveit vegna væntanlegra þingkosninga í landinu. Kosningarnar fara fram þann 29. júní og eru sögulegar að því leyti að nú er konum í fyrsta skipti leyft að kjósa og bjóða sig fram til þings. Búist var við að nýfenginn kosninga- og framboðsréttur kvenna yrði veigamikill í baráttunni, sem og átök um hversu langt skuli gengið í því að koma á lögum í anda Kóransins. Í kosningabaráttunni hefur hins vegar mestur tími farið í að ræða um ýmis spillingarmál og ásakanir um atkvæðakaup. Konur hafa ásakað einn frambjóðandann um að hafa borið á þær fé og reynt að múta þeim með dýrum handtöskum. Þetta tilboð til atkvæðakaupa hefur verið kallað "sigur fyrir konur" í kúveisku samfélagi. Umbótasinnar segja slaginn vera á milli þeirra og "herbúða hinna siðspillandi", en með því eiga þeir við gömlu valdaelítuna í landinu; ríkisstjórnina og meðlimi fjölskyldu emírsins. Í herbúðum umbótasinna hafa sameinast íhaldssamir íslamistar og frjálslyndir menn sem aðhyllast vestræna stjórnarhætti. Í látunum hafa nokkrir þingmenn umbótasinna strunsað út úr þingsal til að mótmæla nýrri kjördæmaskiptingu, sem þeir segja að gangi ekki nógu langt til að hamla gegn spillingu. Það þykja nýmæli í landinu að háskólanemar hafa verið með hávær mótmæli. Ágreiningurinn milli fylkinganna er svo djúpstæður að líklegt þykir að átökin muni setja mark sitt á kúveiskt samfélag til langframa.
Erlent Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Erlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt Innlent Fleiri fréttir Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sjá meira