Bush kom óvænt til Írak 14. júní 2006 05:45 George Bush og Nouri al-Maliki Forseti Bandaríkjanna og forsætisráðherra Íraks áttu óvæntan fund í Írak í gær, svo óvæntan reyndar að al-Maliki vissi ekki af honum fyrr en fimm mínútum áður. MYND/Ap George Bush Bandaríkjaforseti heimsótti Írak óvænt í gær, en Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vissi ekki af komu hans fyrr en fimm mínútum áður en þeir hittust. Forsætisráðherrann var boðaður til fundarstaðar undir því yfirskyni að fara ætti fram símafundur milli hans og forsetans, en Bush hafði þá flogið frá fundahöldum sínum í Camp David til að tala í eigin persónu við írakska ráðamenn. Bush boðaði á mánudaginn til tveggja daga fundar um stefnumótun í málefnum Íraks og var helsta umfjöllunarefnið hvernig bæla ætti niður uppreisnirnar og flytja stjórn landsins enn frekar í hendur Íraka. "Fyrr eða síðar verður írakska þjóðin að ákveða sig. Vill hún lifa í ótta, eða vill hún lifa í friði?" sagði Bush á fjölmiðlafundi fyrir utan Camp David í gær. Forsetinn lýsti því einnig yfir að arftaki hryðjuverkamannsins Abu Musab al-Zarqawis yrði eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum. Sá er sagður heita Abu Hamzar al-Muhajer, en hann er nær alls óþekktur og hefur ekki verið eftirlýstur hingað til. Hann hefur að sögn sent út tilkynningu þar sem hann hótar áframhaldandi hryðjuverkum. Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, sagðist setja af stað nýja öryggisáætlun í nótt, stærstu aðgerðir síðan heimastjórn var endurreist í Írak í júní 2004. Í kjölfar skipunar innanríkis- og varnarmálaráðherra telur al-Maliki tímabært að grípa til aðgerða og munu 75.000 hermenn úr írakska hernum vinna að auknu öryggi í Bagdad og nærsveitum. Aðgerðin mun að sögn taka langan tíma og fela í sér hert útgöngubann, fleiri eftirlitsstaði, vopnabann, húsleitir og aðgerðir gegn uppreisnarmönnum. Stríðið, sem hefur nú staðið í rúm þrjú ár og kostar um 600 milljarða króna mánaðarlega, var einnig til umræðu hjá bandaríska þinginu. John Kerry, þingmaður demókrata, lagði fram tillögu um að flytja bandaríska herinn úr Írak fyrir lok ársins, en ekki er búist við að hún komist í gegnum þingið, en þar eru repúblikanar í meirihluta. Þingkosningar verða í nóvember og repúblikanar berjast við að auka fylgi við forsetann, en það er í sögulegu lágmarki þessa dagana. Erlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti heimsótti Írak óvænt í gær, en Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vissi ekki af komu hans fyrr en fimm mínútum áður en þeir hittust. Forsætisráðherrann var boðaður til fundarstaðar undir því yfirskyni að fara ætti fram símafundur milli hans og forsetans, en Bush hafði þá flogið frá fundahöldum sínum í Camp David til að tala í eigin persónu við írakska ráðamenn. Bush boðaði á mánudaginn til tveggja daga fundar um stefnumótun í málefnum Íraks og var helsta umfjöllunarefnið hvernig bæla ætti niður uppreisnirnar og flytja stjórn landsins enn frekar í hendur Íraka. "Fyrr eða síðar verður írakska þjóðin að ákveða sig. Vill hún lifa í ótta, eða vill hún lifa í friði?" sagði Bush á fjölmiðlafundi fyrir utan Camp David í gær. Forsetinn lýsti því einnig yfir að arftaki hryðjuverkamannsins Abu Musab al-Zarqawis yrði eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum. Sá er sagður heita Abu Hamzar al-Muhajer, en hann er nær alls óþekktur og hefur ekki verið eftirlýstur hingað til. Hann hefur að sögn sent út tilkynningu þar sem hann hótar áframhaldandi hryðjuverkum. Forsætisráðherra Íraks, Nouri al-Maliki, sagðist setja af stað nýja öryggisáætlun í nótt, stærstu aðgerðir síðan heimastjórn var endurreist í Írak í júní 2004. Í kjölfar skipunar innanríkis- og varnarmálaráðherra telur al-Maliki tímabært að grípa til aðgerða og munu 75.000 hermenn úr írakska hernum vinna að auknu öryggi í Bagdad og nærsveitum. Aðgerðin mun að sögn taka langan tíma og fela í sér hert útgöngubann, fleiri eftirlitsstaði, vopnabann, húsleitir og aðgerðir gegn uppreisnarmönnum. Stríðið, sem hefur nú staðið í rúm þrjú ár og kostar um 600 milljarða króna mánaðarlega, var einnig til umræðu hjá bandaríska þinginu. John Kerry, þingmaður demókrata, lagði fram tillögu um að flytja bandaríska herinn úr Írak fyrir lok ársins, en ekki er búist við að hún komist í gegnum þingið, en þar eru repúblikanar í meirihluta. Þingkosningar verða í nóvember og repúblikanar berjast við að auka fylgi við forsetann, en það er í sögulegu lágmarki þessa dagana.
Erlent Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Blautt víðast hvar Veður Fleiri fréttir Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Sjá meira