Ráðherrann þarf að víkja 2. júní 2006 06:45 Alfredo Reinado Leiðtogi uppreisnarsveita hersins segist ekki vera sökudólgurinn, heldur sé ástandið Alkatiri forsætisráðherra að kenna. MYND/ap Mikill þrýstingur er á Mari Alkatiri, forsætisráðherra Austur-Tímor, um að segja af sér vegna ástandsins í landinu, þar sem hundruð óánægðra hermanna hafa efnt til óeirða. Forsætisráðherranum hefur ekki tekist að hafa neina stjórn á ástandinu og meira en tvö þúsund erlendum friðargæsluliðum, sem komnir eru til Austur-Tímor, hefur ekki tekist að stilla til friðar. "Lít ég út fyrir að vera uppreisnarmaður?" spyr Alfredo Reinado, leiðtogi uppreisnarsveitanna úr hernum, sem segist ekki ætla að láta af baráttu sinni fyrr en forsætisráðherrann segi af sér. "Ég vil bara vera góður borgari og vil að landið mitt eigi góða framtíð." Reinado var herforingi þangað til hann var rekinn í apríl síðastliðnum ásamt um það bil sex hundruð hermönnum, sem höfðu kvartað undan því að þeim væri mismunað innan hersins. Átök milli hinna reknu hermanna og þeirra sem eftir voru hafa þróast yfir í almennar óeirðir þar sem fólk fer um ruplandi og rænandi, setur eld að húsum og tugir þúsunda hafa ekki séð sér annað fært en að flýja höfuðborgina Dili þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Hátt í þrjátíu manns hafa týnt lífi í þessum átökum, þar á meðal fimm manns í átökum þann 28. apríl sem Reinado segir að hafi byrjað sem friðsamlegur mótmælafundur óánægðra hermanna en snúist upp í óeirðir þegar stjórnarherinn hóf skothríð. Reinado kennir forsætisráðherranum alfarið um ástandið og Xanana Gusmao forseti hefur einnig lýst sökinni á hendur Alkatiri, sem þó lætur þessar ásakanir sem vind um eyru þjóta og segist ekki ætla að segja af sér, þrátt fyrir sívaxandi þrýsting. "Alkatiri verður að segja af sér og fara fyrir dóm vegna allra þeirra glæpa sem hann hefur fyrirskipað," segir Reinado. Reinado hafði barist lengi gegn hernámi Indónesíu og lítur á sig sem mann fólksins, og þar með lítur hann sjálfkrafa á sig sem samherja forsetans, sem var helsti leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar. Erlent Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Mikill þrýstingur er á Mari Alkatiri, forsætisráðherra Austur-Tímor, um að segja af sér vegna ástandsins í landinu, þar sem hundruð óánægðra hermanna hafa efnt til óeirða. Forsætisráðherranum hefur ekki tekist að hafa neina stjórn á ástandinu og meira en tvö þúsund erlendum friðargæsluliðum, sem komnir eru til Austur-Tímor, hefur ekki tekist að stilla til friðar. "Lít ég út fyrir að vera uppreisnarmaður?" spyr Alfredo Reinado, leiðtogi uppreisnarsveitanna úr hernum, sem segist ekki ætla að láta af baráttu sinni fyrr en forsætisráðherrann segi af sér. "Ég vil bara vera góður borgari og vil að landið mitt eigi góða framtíð." Reinado var herforingi þangað til hann var rekinn í apríl síðastliðnum ásamt um það bil sex hundruð hermönnum, sem höfðu kvartað undan því að þeim væri mismunað innan hersins. Átök milli hinna reknu hermanna og þeirra sem eftir voru hafa þróast yfir í almennar óeirðir þar sem fólk fer um ruplandi og rænandi, setur eld að húsum og tugir þúsunda hafa ekki séð sér annað fært en að flýja höfuðborgina Dili þar sem ástandið hefur verið hvað verst. Hátt í þrjátíu manns hafa týnt lífi í þessum átökum, þar á meðal fimm manns í átökum þann 28. apríl sem Reinado segir að hafi byrjað sem friðsamlegur mótmælafundur óánægðra hermanna en snúist upp í óeirðir þegar stjórnarherinn hóf skothríð. Reinado kennir forsætisráðherranum alfarið um ástandið og Xanana Gusmao forseti hefur einnig lýst sökinni á hendur Alkatiri, sem þó lætur þessar ásakanir sem vind um eyru þjóta og segist ekki ætla að segja af sér, þrátt fyrir sívaxandi þrýsting. "Alkatiri verður að segja af sér og fara fyrir dóm vegna allra þeirra glæpa sem hann hefur fyrirskipað," segir Reinado. Reinado hafði barist lengi gegn hernámi Indónesíu og lítur á sig sem mann fólksins, og þar með lítur hann sjálfkrafa á sig sem samherja forsetans, sem var helsti leiðtogi sjálfstæðisbaráttunnar.
Erlent Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira