Hungrið í hámarki 18. apríl 2006 00:01 Þennan mann verður AC Milan að ná að stöðva til að komast í úrslitaleikinn. nordicphotos/getty images Fyrri leikur stórliðanna AC Milan og Barcelona í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu fer fram á Ítalíu í kvöld en leiksins er beðið af mikilli eftirvæntingu. Meiðsli eru í sóknarlínum beggja liða en Henrik Larsson fór meiddur af velli í leik Barcelona gegn Villareal í spænska boltanum á föstudag og getur ekki leikið í kvöld. Þá er argentínska undrabarnið Lionel Messi einnig meiddur og missir af báðum viðureignunum. Ronaldinho er hinsvegar klár í slaginn eftir að hafa verið hvíldur í tveimur síðustu leikjum og verður frammi með Samuel Eto"o. Hjá AC Milan er ólíklegt að Filippo Inzaghi geti leikið en hann hefur átt við veikindi að stríða. Leikurinn verður því líklega prófraun fyrir Alberto Gilardino sem mun verða við hlið Andriy Shevchenko í sókninni. Gilardino hefur enn ekki náð að skora í Evrópuleik fyrir Milan síðan hann var keyptur síðasta sumar á átján milljónir punda frá Parma. "Ég hef frekar ungt lið sem er hungrað í að vinna þessa keppni og komast á spjöld sögunnar. Milan er hinsvegar reynslumikið lið, vel skipulagt og með frábæra vörn. Það verður fróðlegt að sjá hvernig okkur gengur gegn þeim," segir Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona. Um helgina náði AC Milan að minnka forskot Juventus í ítölsku deildinni niður í fjögur stig en Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, segir að sínir menn séu með hugann algjörlega við leikinn gegn Barcelona. "Ég held að þetta verði stórskemmtilegt einvígi, ekki bara fyrir stuðningsmenn Milan heldur knattspyrnuáhugamenn um allan heim," sagði Berlusconi. Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sjá meira
Fyrri leikur stórliðanna AC Milan og Barcelona í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu fer fram á Ítalíu í kvöld en leiksins er beðið af mikilli eftirvæntingu. Meiðsli eru í sóknarlínum beggja liða en Henrik Larsson fór meiddur af velli í leik Barcelona gegn Villareal í spænska boltanum á föstudag og getur ekki leikið í kvöld. Þá er argentínska undrabarnið Lionel Messi einnig meiddur og missir af báðum viðureignunum. Ronaldinho er hinsvegar klár í slaginn eftir að hafa verið hvíldur í tveimur síðustu leikjum og verður frammi með Samuel Eto"o. Hjá AC Milan er ólíklegt að Filippo Inzaghi geti leikið en hann hefur átt við veikindi að stríða. Leikurinn verður því líklega prófraun fyrir Alberto Gilardino sem mun verða við hlið Andriy Shevchenko í sókninni. Gilardino hefur enn ekki náð að skora í Evrópuleik fyrir Milan síðan hann var keyptur síðasta sumar á átján milljónir punda frá Parma. "Ég hef frekar ungt lið sem er hungrað í að vinna þessa keppni og komast á spjöld sögunnar. Milan er hinsvegar reynslumikið lið, vel skipulagt og með frábæra vörn. Það verður fróðlegt að sjá hvernig okkur gengur gegn þeim," segir Frank Rijkaard, knattspyrnustjóri Barcelona. Um helgina náði AC Milan að minnka forskot Juventus í ítölsku deildinni niður í fjögur stig en Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, segir að sínir menn séu með hugann algjörlega við leikinn gegn Barcelona. "Ég held að þetta verði stórskemmtilegt einvígi, ekki bara fyrir stuðningsmenn Milan heldur knattspyrnuáhugamenn um allan heim," sagði Berlusconi.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ricky Hatton látinn Sport Víti í blálokin dugði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn Tvö frá Haaland og Manchester er blá Enski boltinn Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Íslenski boltinn Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Sport Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Toppslagur á Hlíðarenda Í beinni: Barcelona - Valencia | Börsungar vilja sigur Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Mikael hraunaði yfir dómarann í hálfleik og lagði svo upp Glódís ekki enn spilað á tímabilinu Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Hlín fagnaði sætum sigri gegn Liverpool Ricky Hatton látinn Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Vandræðalegt víti frá Messi Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM „Draumur síðan ég var krakki“ Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sjá meira