Danól og Ölgerðin til sölu Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. febrúar 2006 06:00 Eigendur Daníels Ólafssonar ehf., sem rekur heildsölufyrirtækið Danól, hafa ákveðið að selja fyrirtækið og allar eignir þess, þar með talda Ölgerðina Egil Skallagrímsson ehf. Félögin verða seld saman eða hvort í sínu lagi að því gefnu að ásættanlegt kauptilboð berist, en sölumeðferðin er í höndum MP Fjárfestingarbanka. Áætlað er að salan taki um sex vikur. Rekstur Danól og Ölgerðarinnar er sagður hafa gengið mjög vel undanfarin ár og árið 2005 sagt það besta í rekstri beggja fyrirtækja frá upphafi. Velta Danól hefur vaxið jafnt og þétt og var 2,3 milljarðar 2005. Ölgerðin hefur vaxið um 50 prósent frá því í janúar 2002 og var velta fyrirtækisins í fyrra um 5,5 milljarðar, segir í tilkynningu. Einar Friðrik Kristinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Danól í 42 ár, lætur af störfum þegar fyrirtækið verður selt. Ég hef verið lengi í þessum rekstri og finnst kominn tími til að draga mig í hlé. Nú eru góðar aðstæður til að selja enda margir fjársterkir aðilar sem hafa bolmagn til að kaupa. Við viljum koma fyrirtækjunum í hendur traustra aðila sem geta haldið uppbyggingu rekstrarins áfram og tryggt starfsfólkinu öruggt starfsumhverfi, segir hann. Danól er eitt stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki, en það sinnir innflutningi og markaðssetningu á mat- og sérvöru fyrir verslanir, bakarí og stóreldhús. Meðal vörumerkja Danól eru Merrild, Nestlé, Nescafé, Duni, Neutral, Oroblu, Quality Street, KitKat og After Eight. Danól er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1932, en eigendur þess eru hjónin Einar Friðrik Kristinsson framkvæmdastjóri og Ólöf Októsdóttir. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns. Ölgerðin Egill Skallagrímsson var hins vegar stofnuð árið 1913, en hefur verið í eigu Danól frá því vorið 2002. Hjá Ölgerðinni starfa um 130 starfsmenn og starfstöðvar eru víða um land. Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og markaðssetur gosdrykki, vatn, öl, bjór, léttvín, sterkt áfengi og snakk. Meðal vörumerkja Ölgerðarinnar eru Egils Malt og Egils Appelsín, Pepsi, Kristall og Kristall Plús, Rosemount, Egils Gull, Tuborg, Brennivín, Smirnoff, Gatorade og Doritos. Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira
Eigendur Daníels Ólafssonar ehf., sem rekur heildsölufyrirtækið Danól, hafa ákveðið að selja fyrirtækið og allar eignir þess, þar með talda Ölgerðina Egil Skallagrímsson ehf. Félögin verða seld saman eða hvort í sínu lagi að því gefnu að ásættanlegt kauptilboð berist, en sölumeðferðin er í höndum MP Fjárfestingarbanka. Áætlað er að salan taki um sex vikur. Rekstur Danól og Ölgerðarinnar er sagður hafa gengið mjög vel undanfarin ár og árið 2005 sagt það besta í rekstri beggja fyrirtækja frá upphafi. Velta Danól hefur vaxið jafnt og þétt og var 2,3 milljarðar 2005. Ölgerðin hefur vaxið um 50 prósent frá því í janúar 2002 og var velta fyrirtækisins í fyrra um 5,5 milljarðar, segir í tilkynningu. Einar Friðrik Kristinsson, sem verið hefur framkvæmdastjóri Danól í 42 ár, lætur af störfum þegar fyrirtækið verður selt. Ég hef verið lengi í þessum rekstri og finnst kominn tími til að draga mig í hlé. Nú eru góðar aðstæður til að selja enda margir fjársterkir aðilar sem hafa bolmagn til að kaupa. Við viljum koma fyrirtækjunum í hendur traustra aðila sem geta haldið uppbyggingu rekstrarins áfram og tryggt starfsfólkinu öruggt starfsumhverfi, segir hann. Danól er eitt stærsta innflutnings- og dreifingarfyrirtæki, en það sinnir innflutningi og markaðssetningu á mat- og sérvöru fyrir verslanir, bakarí og stóreldhús. Meðal vörumerkja Danól eru Merrild, Nestlé, Nescafé, Duni, Neutral, Oroblu, Quality Street, KitKat og After Eight. Danól er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1932, en eigendur þess eru hjónin Einar Friðrik Kristinsson framkvæmdastjóri og Ólöf Októsdóttir. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns. Ölgerðin Egill Skallagrímsson var hins vegar stofnuð árið 1913, en hefur verið í eigu Danól frá því vorið 2002. Hjá Ölgerðinni starfa um 130 starfsmenn og starfstöðvar eru víða um land. Ölgerðin framleiðir, flytur inn, dreifir og markaðssetur gosdrykki, vatn, öl, bjór, léttvín, sterkt áfengi og snakk. Meðal vörumerkja Ölgerðarinnar eru Egils Malt og Egils Appelsín, Pepsi, Kristall og Kristall Plús, Rosemount, Egils Gull, Tuborg, Brennivín, Smirnoff, Gatorade og Doritos.
Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Sjá meira