Hvernig leikhús viljum við? 16. febrúar 2006 00:01 Þjóðleikhúsið hefur endurvakið þann gamla og góða sið að efna til opinberra málfunda um menningarmál: um sýningar hússins og skyld umhugsunarefni. Ég segi endurvakið, því að félagslífið í Reykjavík um aldamótin 1900 hverfðist um slíka fundi. Þetta voru þau ár, þegar þeir, sem lá mikið á hjarta, áttu tveggja kosta völ: að birta greinar í blöðunum, margir gerðu það, eða bjóða samborgurum sínum að hlýða á opinbera fyrirlestra. Blöðin birtu þá auglýsingar eins og þessa: Einar Hjörleifsson rithöfundur heldur fyrirlestur um ættjarðarást í Iðnó í kvöld. Húsið fylltist af fólki. Og þannig skynjaði ég stemmninguna í gamla dómhúsinu við Lindargötu um daginn, þegar Þjóðleikhúsið bauð okkur Pétri Péturssyni prófessor í guðfræði til opinna réttarhalda um jólasýningu hússins á Túskildingsóperunni eftir Bertolt Brecht undir yfirskriftinni: Er allt til sölu? Við Pétur höfðum framsögu fram að hléi, hann fjallaði um siðfræðina í verkinu frá kristilegu sjónarmiði og ég af sjónarhóli hagfræðingsins, og áheyrendur og frummælendur skiptust síðan á skoðunum eftir hlé. Brecht var kommúnisti og reyndi að fá áhorfendur á sitt band með því að rakka andstæðingana niður, og það var að því leyti létt verk, að auðmenn og ýmsir aðrir máttarstólpar samfélagsins lágu vel við höggi á þriðja áratugnum, þegar verkið var skrifað í Berlín. Árni Bergmann rithöfundur lýsti því eftir hlé, að uppsetning Túskildingsóperunnar í Moskvu fyrir nokkrum árum hefði hlotið rífandi aðsókn, af því að mafíósarnir flykktust í leikhúsið til að stappa stálinu í sinn mann, Makka hníf. Stefán Jónsson leikstjóri lýsti hugsuninni á bak við uppsetninguna, þar sem einstök atriði eru í boði nafngreindra fyrirtækja: sviðið minnir á íþróttaleikvang, þar sem fyrirtæki hafa merkt sér völlinn, boltann og búningana. Á vellinum vakna þó aldrei grunsemdir um, að fyrirtækin skipti sér af því, hvernig leikurinn fer. Uppsetningin á Túskildingsóperunni er hlutlaus í þessum skilningi: hún vekur engar grunsemdir um eitthvað gruggugt og gengur að því leyti í berhögg við boðskapinn í verkinu, en hann er sá, að auðvaldinu sé ekkert heilagt og allt sé falt. Leikhúsið leyfði fyrirtækjunum ekki að borga fyrir auglýsingarnar, þótt markaðsvirði þeirra hljóti að hlaupa á milljónum. Það hlýtur að hafa verið svolítið freistandi að senda mann frá leikhúsinu í fyrirtækin að gera þeim tilboð, sem þau gætu ekki hafnað. Það þótti samt ótækt, en það hefði rímað vel við þær ásakanir, sem ganga nú á báða bóga um misnotkun auðhringa á fjölmiðlum í krafti eignarhalds (og bókabrennuna fyrir jólin, sem DV segir Björgólf Guðmundsson, aðaleiganda Landsbanka Íslands og Eddu útgáfu, hafa fyrirskipað, en hann mun síðan skv. fréttum hafa reynt að kaupa DV til að leggja blaðið niður). Á sama tíma býst Björgólfur Thor Björgólfsson til að hasla sér völl í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, og fyrrverandi ritstjóri þess blaðs er einmitt formaður Þjóðleikhúsráðs og - á ég að halda áfram? En gjald fyrir auglýsingarnar kom sem sagt ekki til greina. Landsbankinn styrkir leikhúsið. Stóru leikhúsin tvö í Reykjavík eru í reyndinni eins og Ríkisútvarpið, nema Sinfóníuhljómsveitin sé betra dæmi: þau eru hlutlaus fram í fingurgóma. En þannig á útvarp að vera og er það yfirleitt, þótt til séu stöðvar eins og sjónvarpsstöðin Fox í Bandaríkjunum, þar sem þáttastjórnendur húðskamma viðmælendur sína, ef orðinu er hallað á repúblíkana, og morðstöðin í Rúöndu, þar sem þulirnir hvöttu til þjóðarmorðs. Leikhús þurfa ekki að vera hlutlaus, þótt þau séu að miklu leyti kostuð af almannafé. Nóg er af þeim, sem sjá sér hag í að halla sér að yfirvöldunum. Leikhús þurfa því helzt að vera í stjórnarandstöðu líkt og góð dagblöð og góðir rithöfundar. Þar eiga þau heima. Það hæfir heilbrigðri verkaskiptingu í lýðræðislandi. Leikhúsin myndu komast nær áhorfendum, held ég, ef þau reyndu að hrista svolítið upp í þeim, tilfinningum þeirra, skoðunum og vitsmunum - og það útheimtir tæpitungulausa orðræðu um ýmis umdeild þjóðfélagsmál í stað þrúgandi þagnar. Þennan þráð vantar enn í íslenzkt leikhús og bókmenntir, en Íslendingasögur Þráins Bertelssonar, Dauðans óvissi tími (2004) og Valkyrjurnar (2005), eru þakkarverðar undantekningar frá aðalreglunni, því að þær ríma að ýmsu leyti vel við raunveruleikann. Mæli með þeim, og Túskildingsóperunni. Og Landsbankanum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Þjóðleikhúsið hefur endurvakið þann gamla og góða sið að efna til opinberra málfunda um menningarmál: um sýningar hússins og skyld umhugsunarefni. Ég segi endurvakið, því að félagslífið í Reykjavík um aldamótin 1900 hverfðist um slíka fundi. Þetta voru þau ár, þegar þeir, sem lá mikið á hjarta, áttu tveggja kosta völ: að birta greinar í blöðunum, margir gerðu það, eða bjóða samborgurum sínum að hlýða á opinbera fyrirlestra. Blöðin birtu þá auglýsingar eins og þessa: Einar Hjörleifsson rithöfundur heldur fyrirlestur um ættjarðarást í Iðnó í kvöld. Húsið fylltist af fólki. Og þannig skynjaði ég stemmninguna í gamla dómhúsinu við Lindargötu um daginn, þegar Þjóðleikhúsið bauð okkur Pétri Péturssyni prófessor í guðfræði til opinna réttarhalda um jólasýningu hússins á Túskildingsóperunni eftir Bertolt Brecht undir yfirskriftinni: Er allt til sölu? Við Pétur höfðum framsögu fram að hléi, hann fjallaði um siðfræðina í verkinu frá kristilegu sjónarmiði og ég af sjónarhóli hagfræðingsins, og áheyrendur og frummælendur skiptust síðan á skoðunum eftir hlé. Brecht var kommúnisti og reyndi að fá áhorfendur á sitt band með því að rakka andstæðingana niður, og það var að því leyti létt verk, að auðmenn og ýmsir aðrir máttarstólpar samfélagsins lágu vel við höggi á þriðja áratugnum, þegar verkið var skrifað í Berlín. Árni Bergmann rithöfundur lýsti því eftir hlé, að uppsetning Túskildingsóperunnar í Moskvu fyrir nokkrum árum hefði hlotið rífandi aðsókn, af því að mafíósarnir flykktust í leikhúsið til að stappa stálinu í sinn mann, Makka hníf. Stefán Jónsson leikstjóri lýsti hugsuninni á bak við uppsetninguna, þar sem einstök atriði eru í boði nafngreindra fyrirtækja: sviðið minnir á íþróttaleikvang, þar sem fyrirtæki hafa merkt sér völlinn, boltann og búningana. Á vellinum vakna þó aldrei grunsemdir um, að fyrirtækin skipti sér af því, hvernig leikurinn fer. Uppsetningin á Túskildingsóperunni er hlutlaus í þessum skilningi: hún vekur engar grunsemdir um eitthvað gruggugt og gengur að því leyti í berhögg við boðskapinn í verkinu, en hann er sá, að auðvaldinu sé ekkert heilagt og allt sé falt. Leikhúsið leyfði fyrirtækjunum ekki að borga fyrir auglýsingarnar, þótt markaðsvirði þeirra hljóti að hlaupa á milljónum. Það hlýtur að hafa verið svolítið freistandi að senda mann frá leikhúsinu í fyrirtækin að gera þeim tilboð, sem þau gætu ekki hafnað. Það þótti samt ótækt, en það hefði rímað vel við þær ásakanir, sem ganga nú á báða bóga um misnotkun auðhringa á fjölmiðlum í krafti eignarhalds (og bókabrennuna fyrir jólin, sem DV segir Björgólf Guðmundsson, aðaleiganda Landsbanka Íslands og Eddu útgáfu, hafa fyrirskipað, en hann mun síðan skv. fréttum hafa reynt að kaupa DV til að leggja blaðið niður). Á sama tíma býst Björgólfur Thor Björgólfsson til að hasla sér völl í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, og fyrrverandi ritstjóri þess blaðs er einmitt formaður Þjóðleikhúsráðs og - á ég að halda áfram? En gjald fyrir auglýsingarnar kom sem sagt ekki til greina. Landsbankinn styrkir leikhúsið. Stóru leikhúsin tvö í Reykjavík eru í reyndinni eins og Ríkisútvarpið, nema Sinfóníuhljómsveitin sé betra dæmi: þau eru hlutlaus fram í fingurgóma. En þannig á útvarp að vera og er það yfirleitt, þótt til séu stöðvar eins og sjónvarpsstöðin Fox í Bandaríkjunum, þar sem þáttastjórnendur húðskamma viðmælendur sína, ef orðinu er hallað á repúblíkana, og morðstöðin í Rúöndu, þar sem þulirnir hvöttu til þjóðarmorðs. Leikhús þurfa ekki að vera hlutlaus, þótt þau séu að miklu leyti kostuð af almannafé. Nóg er af þeim, sem sjá sér hag í að halla sér að yfirvöldunum. Leikhús þurfa því helzt að vera í stjórnarandstöðu líkt og góð dagblöð og góðir rithöfundar. Þar eiga þau heima. Það hæfir heilbrigðri verkaskiptingu í lýðræðislandi. Leikhúsin myndu komast nær áhorfendum, held ég, ef þau reyndu að hrista svolítið upp í þeim, tilfinningum þeirra, skoðunum og vitsmunum - og það útheimtir tæpitungulausa orðræðu um ýmis umdeild þjóðfélagsmál í stað þrúgandi þagnar. Þennan þráð vantar enn í íslenzkt leikhús og bókmenntir, en Íslendingasögur Þráins Bertelssonar, Dauðans óvissi tími (2004) og Valkyrjurnar (2005), eru þakkarverðar undantekningar frá aðalreglunni, því að þær ríma að ýmsu leyti vel við raunveruleikann. Mæli með þeim, og Túskildingsóperunni. Og Landsbankanum.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun