Allt of mikið af öllu 24. janúar 2006 00:01 "Það þarf góð bein til að þola sterka daga" segir einhvers staðar. Nú er ofgnótt af flestu í kringum okkur en sú var ekki raunin á þeim tíma sem fyrrgreint orðtak varð til. Þá var skortur algengari en hitt og kannski er þetta orðtak sprottið upp úr jarðvegi þeirra sem sjaldan lifðu góða daga í efnislegri merkingu, þeirra sem oft voru svangir og sáu fá tækifæri til að efnast. Nú eiga margir nóg og ýmsir miklu meira en nóg, jafnvel alltof mikið. Þá ályktun má að minnsta kosti draga af neyslu í þessu samfélagi. Peningar fljóta um allt, velta desember mánaðar uppfyllti væntingar kaupmanna, sem voru örugglega talsverðar í ljósi veltu desember mánaða undanfarin ár. Samt virðist fólk ekki láta sig vanta á útsölurnar, sem voru komnar í fullan gang á þriðja í jólum ef marka mátti auglýsingar. Þær útsölur hljóta að hafa hafist fljótlega upp úr hádegi á aðfangadag. Mér þótti þó fyrst kasta tólfunum þegar ég fékk boð um að koma á forsölu útsölu í tiltekinni verslun eftir hádegi á nýársdag. Það verður langt þangað til ég fæ af mér að fara þar inn fyrir dyr. Viðskiptavinir þessara verslana hljóta líka að hugsa sig alvarlega um þegar vörur lækka um 40 - 70% á þriðja degi jóla. Hver er þá álagningin? Væri ekki hægt að hafa þetta minna og jafnara? Annað dæmi um ofgnótt okkar tíma er pappírinn sem streymir inn um póstlúguna án þess að nokkur hafi um það beðið. Frambjóðendur í prófkjörum bera pappír í stórum stíl inn í hús og við sitjum uppi með að þurfa að koma honum í lóg með óþarfa fyrirhöfn og tímaeyðslu. Fyrir nokkrum árum var mikið um það rætt að tölvur gerðu pappír óþarfan en mér virðist pappírsnotkun og jafnvel pappírssóun hafi stóraukist með tilkomu tölvanna. Pappírskarfa heimilisins fyllist á einni viku og er þó stór og rúmgóð og aðeins keypt eitt dagblað í helgaráskrift. Allur annar pappír sem inn berst er óumbeðinn og að stórum hluta í okkar óþökk - ekki þó allt. Vissulega er hægt að fá sérhannaða miða þar sem slíkur póstur er afþakkaður og það er auðvitað framtaksleysi að hafa ekki sett slíkt upp. En er ekki samt svolítið langt gengið að þurfa beinlínis að grípa til varna? Frambjóðendur halda gjarnan úti ágætum vefsíðum með upplýsingum um sig, stefnumál sín og feril. Þar gefa þeir líka upp netfang þannig að auðvelt er fyrir áhugasama íbúa sveitarfélagsins að senda þeim pappírslausan póst og fá upplýsingar um skoðanir og afstöðu í tilteknum málefnum. Af hverju ekki að leggja meiri áherslu á heimasíðurnar og draga úr pappírsflóðinu? Æ fleiri verða sér meðvitaðir um nauðsyn þess að draga úr mengun og sorpi eins og kostur er. Fleiri og fleiri leggja á sig þá vinnu að flokka sorp og koma því til skila samkvæmt ákveðnum reglum. Reykjavíkurborg hefur stigið áhugavert skref til að auðvelda íbúum sínum sorpflokkun með því að bjóða tunnur til flokkunar við heimilin. Vonandi sjá fleiri sveitarfélög sér fært að fara þessa leið því það er ótrúlega umhent að losa sig við flokkað sorp víða. Pappírsgámar eru þannig útbúnir að það er nánast útilokað að ganga um þá nema með ærinni fyrirhöfn og óþægindum nema tveir séu við verkið. Annar þarf þá að halda lúgunni opinni með hinn heldur á pappírnum með annarri hendi og tínir ofan í með hinni. Í kalsaveðri er þetta verkefni nánast óhugsandi og undarleg hönnun að gera ráð fyrir að þrjár hendur þurfi til að vinna verkið. Ekki er mikið auðveldara að losa sig við dósir og flöskur og þarf ekki að fara nánar út í þá umræðu, það þekkja allir þá fyrirhöfn með snúningum og biðröðum. Annar valkostur er reyndar að bíða eftir heimsókn íþróttafélaganna sem sækja flöskur og dósir í heimahús af og til. Þær heimsóknir eru auðvitað handahófskenndar og árstíðabundnar, eins og eðlilegt er, og því hætt við að á sumum heimilum safnist talsvert upp ef eingöngu á að treysta á þær. Það er því ekkert skrítið þótt mörgum vaxi í augum að taka þátt í umhverfisvernd með virkum hætti. Það væri líka synd að segja að verðandi stjórnendur sveitarfélaganna gangi á undan með góðu fordæmi þessa dagana þegar þeir bera inn á heimilin pappír í stórum stíl, pappír sem fer að mestu leyti ólesinn í ruslið - vonandi þó flokkaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun
"Það þarf góð bein til að þola sterka daga" segir einhvers staðar. Nú er ofgnótt af flestu í kringum okkur en sú var ekki raunin á þeim tíma sem fyrrgreint orðtak varð til. Þá var skortur algengari en hitt og kannski er þetta orðtak sprottið upp úr jarðvegi þeirra sem sjaldan lifðu góða daga í efnislegri merkingu, þeirra sem oft voru svangir og sáu fá tækifæri til að efnast. Nú eiga margir nóg og ýmsir miklu meira en nóg, jafnvel alltof mikið. Þá ályktun má að minnsta kosti draga af neyslu í þessu samfélagi. Peningar fljóta um allt, velta desember mánaðar uppfyllti væntingar kaupmanna, sem voru örugglega talsverðar í ljósi veltu desember mánaða undanfarin ár. Samt virðist fólk ekki láta sig vanta á útsölurnar, sem voru komnar í fullan gang á þriðja í jólum ef marka mátti auglýsingar. Þær útsölur hljóta að hafa hafist fljótlega upp úr hádegi á aðfangadag. Mér þótti þó fyrst kasta tólfunum þegar ég fékk boð um að koma á forsölu útsölu í tiltekinni verslun eftir hádegi á nýársdag. Það verður langt þangað til ég fæ af mér að fara þar inn fyrir dyr. Viðskiptavinir þessara verslana hljóta líka að hugsa sig alvarlega um þegar vörur lækka um 40 - 70% á þriðja degi jóla. Hver er þá álagningin? Væri ekki hægt að hafa þetta minna og jafnara? Annað dæmi um ofgnótt okkar tíma er pappírinn sem streymir inn um póstlúguna án þess að nokkur hafi um það beðið. Frambjóðendur í prófkjörum bera pappír í stórum stíl inn í hús og við sitjum uppi með að þurfa að koma honum í lóg með óþarfa fyrirhöfn og tímaeyðslu. Fyrir nokkrum árum var mikið um það rætt að tölvur gerðu pappír óþarfan en mér virðist pappírsnotkun og jafnvel pappírssóun hafi stóraukist með tilkomu tölvanna. Pappírskarfa heimilisins fyllist á einni viku og er þó stór og rúmgóð og aðeins keypt eitt dagblað í helgaráskrift. Allur annar pappír sem inn berst er óumbeðinn og að stórum hluta í okkar óþökk - ekki þó allt. Vissulega er hægt að fá sérhannaða miða þar sem slíkur póstur er afþakkaður og það er auðvitað framtaksleysi að hafa ekki sett slíkt upp. En er ekki samt svolítið langt gengið að þurfa beinlínis að grípa til varna? Frambjóðendur halda gjarnan úti ágætum vefsíðum með upplýsingum um sig, stefnumál sín og feril. Þar gefa þeir líka upp netfang þannig að auðvelt er fyrir áhugasama íbúa sveitarfélagsins að senda þeim pappírslausan póst og fá upplýsingar um skoðanir og afstöðu í tilteknum málefnum. Af hverju ekki að leggja meiri áherslu á heimasíðurnar og draga úr pappírsflóðinu? Æ fleiri verða sér meðvitaðir um nauðsyn þess að draga úr mengun og sorpi eins og kostur er. Fleiri og fleiri leggja á sig þá vinnu að flokka sorp og koma því til skila samkvæmt ákveðnum reglum. Reykjavíkurborg hefur stigið áhugavert skref til að auðvelda íbúum sínum sorpflokkun með því að bjóða tunnur til flokkunar við heimilin. Vonandi sjá fleiri sveitarfélög sér fært að fara þessa leið því það er ótrúlega umhent að losa sig við flokkað sorp víða. Pappírsgámar eru þannig útbúnir að það er nánast útilokað að ganga um þá nema með ærinni fyrirhöfn og óþægindum nema tveir séu við verkið. Annar þarf þá að halda lúgunni opinni með hinn heldur á pappírnum með annarri hendi og tínir ofan í með hinni. Í kalsaveðri er þetta verkefni nánast óhugsandi og undarleg hönnun að gera ráð fyrir að þrjár hendur þurfi til að vinna verkið. Ekki er mikið auðveldara að losa sig við dósir og flöskur og þarf ekki að fara nánar út í þá umræðu, það þekkja allir þá fyrirhöfn með snúningum og biðröðum. Annar valkostur er reyndar að bíða eftir heimsókn íþróttafélaganna sem sækja flöskur og dósir í heimahús af og til. Þær heimsóknir eru auðvitað handahófskenndar og árstíðabundnar, eins og eðlilegt er, og því hætt við að á sumum heimilum safnist talsvert upp ef eingöngu á að treysta á þær. Það er því ekkert skrítið þótt mörgum vaxi í augum að taka þátt í umhverfisvernd með virkum hætti. Það væri líka synd að segja að verðandi stjórnendur sveitarfélaganna gangi á undan með góðu fordæmi þessa dagana þegar þeir bera inn á heimilin pappír í stórum stíl, pappír sem fer að mestu leyti ólesinn í ruslið - vonandi þó flokkaður.