Keyptu í lettneskum banka 19. janúar 2006 00:01 Upplýst um kaupin. Frá kynningu á kaupum íslenskra fjárfesta á sextíu prósenta hlut í Lateko-bankanum í Riga. Auk fjárfesta og eigenda bankans voru Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, og Artis Pabriks, utanríkisráðherra Lettlands, viðstaddir. Íslenskir fjárfestar hafa keypt meirihluta í lettneska viðskiptabankanum Lateko. Bankinn rekur tíu útibú og um 67 minni afgreiðslustaði, en hjá honum starfa um 550 manns. Þá er bankinn með skrifstofur í London og Moskvu. Straumborg ehf., félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, keypti 51 prósent en félög tengd Jóni Helga og Byko hafa verið með starfsemi í Lettlandi frá árinu 1993. Ice-Balt Invest ehf., sem er félag í eigu Þorsteins Ólafssonar og Vitalijs Gavrilovs, formanns vinnuveitendasambands Lettlands, keypti níu prósent. Helstu eigendur bankans fyrir kaupin, sem eru lettneskir, halda um 40 prósentum hlutafjár í bankanum. "Okkur finnst þetta óskaplega spennandi verkefni og teljum að lettneski fjármálamarkaðurinn eigi eftir mikla og öra þróun á næstu árum," segir Jón Helgi Guðmundsson. "Okkur langaði, í framhaldi af því sem við höfum verið að gera í fjárfestingum í bankageiranum á Íslandi, að taka þátt í þessu hér. Við höfum náttúrlega verið nokkuð lengi með starfsemi í Lettlandi og höfum í gegnum hana öðlast nokkra tiltrú á þessu umhverfi og þykjumst skynja þann drifkraft sem hér er undirliggjandi." Jón Helgi neitar því ekki að fjárfestingum í Eystrasaltsríkjunum kunni að fylgja einhver áhætta. Hann telur þó að aðrar ástæður geti legið að baki því að bankar hér hafi látið vera að fjárfesta þar, svo sem að það gæti haft áhrif á lánshæfismat þeirra. "En ég þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu lánshæfismati," bætir hann við. Jón Helgi segist bundinn trúnaði um kaupverð bankans, sem stofnaður var árið 1992, en eignir hans eru sagðar nema um 30 milljörðum króna. Ef miðað er við heildareignir er bankinn sá tíundi stærsti af tuttugu og þremur bönkum Lettlands. Þá var hann valinn besti banki ársins 2005 af tímaritinu The Banker. Upplýst var um kaupin á blaðamannafundi í Riga síðdegis í gær. Auk fjárfestanna og annarra eigenda bankans voru á fundinum Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi sendiherra og utanríkisráðherra, og Artis Pabriks, utanríkisráðherra Lettlands. Innlent Viðskipti Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Íslenskir fjárfestar hafa keypt meirihluta í lettneska viðskiptabankanum Lateko. Bankinn rekur tíu útibú og um 67 minni afgreiðslustaði, en hjá honum starfa um 550 manns. Þá er bankinn með skrifstofur í London og Moskvu. Straumborg ehf., félag í eigu Jóns Helga Guðmundssonar í Byko, keypti 51 prósent en félög tengd Jóni Helga og Byko hafa verið með starfsemi í Lettlandi frá árinu 1993. Ice-Balt Invest ehf., sem er félag í eigu Þorsteins Ólafssonar og Vitalijs Gavrilovs, formanns vinnuveitendasambands Lettlands, keypti níu prósent. Helstu eigendur bankans fyrir kaupin, sem eru lettneskir, halda um 40 prósentum hlutafjár í bankanum. "Okkur finnst þetta óskaplega spennandi verkefni og teljum að lettneski fjármálamarkaðurinn eigi eftir mikla og öra þróun á næstu árum," segir Jón Helgi Guðmundsson. "Okkur langaði, í framhaldi af því sem við höfum verið að gera í fjárfestingum í bankageiranum á Íslandi, að taka þátt í þessu hér. Við höfum náttúrlega verið nokkuð lengi með starfsemi í Lettlandi og höfum í gegnum hana öðlast nokkra tiltrú á þessu umhverfi og þykjumst skynja þann drifkraft sem hér er undirliggjandi." Jón Helgi neitar því ekki að fjárfestingum í Eystrasaltsríkjunum kunni að fylgja einhver áhætta. Hann telur þó að aðrar ástæður geti legið að baki því að bankar hér hafi látið vera að fjárfesta þar, svo sem að það gæti haft áhrif á lánshæfismat þeirra. "En ég þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu lánshæfismati," bætir hann við. Jón Helgi segist bundinn trúnaði um kaupverð bankans, sem stofnaður var árið 1992, en eignir hans eru sagðar nema um 30 milljörðum króna. Ef miðað er við heildareignir er bankinn sá tíundi stærsti af tuttugu og þremur bönkum Lettlands. Þá var hann valinn besti banki ársins 2005 af tímaritinu The Banker. Upplýst var um kaupin á blaðamannafundi í Riga síðdegis í gær. Auk fjárfestanna og annarra eigenda bankans voru á fundinum Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi sendiherra og utanríkisráðherra, og Artis Pabriks, utanríkisráðherra Lettlands.
Innlent Viðskipti Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira