Metviðskipti í Kauphöll eftir sölu í Íslandsbanka 10. janúar 2006 00:01 Allt á uppleið. Hlutabréf hækkuðu talsvert í metviðskiptum eftir að greint var frá sölu Straums á 21 prósenta hlut í Íslandsbanka. Gærdagurinn var veltumesti dagurinn með hlutabréf frá upphafi í Kauphöll Íslands en alls námu hlutabréfaviðskipti 122,7 milljörðum króna. Um 68 milljarða viðskipti voru með bréf Íslandsbanka. Úrvalsvísitalan endaði í 5.967 stigum og hefur hækkað um tæp átta prósent frá áramótum. Eftir sölu Straums-Burðaráss á 25 prósenta hlut í Íslandsbanka ráða Karl Wernersson, Baugur Group og FL Group um 40 prósentum í bankanum. Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, og Benedikt bróðir hans ráða um sex prósentum og Jón Snorrason og tengdir aðilar um fjórum. Íslandsbanki keypti 4,5 prósent af Straumi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bréfin seld meðal annars til Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Saxbyggs sem er í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar og Byggingafélags Gylfa og Gunnars. Með þessari sölu lýkur þætti Straums sem eins af stærstu eigendum Íslandsbanka. Straumur eignaðist 14,4 prósent haustið 2004 þegar bankinn keypti bréf af Burðarási, Landsbankanum og Landsbankanum Luxembourg. Með sameiningu við Burðarás nú í haust jókst hlutur Straums í 26 prósent. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss, er mjög sáttur við söluna á bréfunum og segir að ávöxtunin hafi verið góð á því tæpa eina og hálfa ári sem bankinn átti Íslandsbankabréf. "Innleystur söluhagnaður er um sextán milljarðar króna. Það er ljóst að þetta styrkir bankann og víkkar okkar tækifæri til eflingar á Straumi sem fjárfestingarbanka." Þegar Straumur fór inn í Íslandsbanka var eigið fé félagsins um 29 milljarðar. Tæpu einu og hálfu ári síðar stendur það nærri 120 milljörðum. Þórður segir ennfremur að þetta auki möguleika Straums að taka þátt í öðrum verkefnum og það sé augljóst að áherslan eykst erlendis. Einnig hafa orðið nokkrar minni háttar breytingar á eignarhaldi innan Actavis og Straums. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, hefur keypt af Straumi-Burðarási hlutabréf fyrir 3,5 milljarða króna og fer í hóp stærstu eigenda. Félög í eigu Karls Wernerssonar seldu Straumi hlutabréf í Actavis fyrir meira en fimm milljarða króna í skiptum fyrir bréf í Íslandsbanka. Eftir sem áður er Amber International, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stærsti eigandinn í Actavis. FL Group borgaði fyrir sextán milljarða hlut í Íslandsbanka með bréfum í Straumi og Landsbankanum. Virði Straumsbréfanna nam 10,6 milljörðum króna en FL Group átti um sex prósent í Straumi. Innlent Viðskipti Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
Gærdagurinn var veltumesti dagurinn með hlutabréf frá upphafi í Kauphöll Íslands en alls námu hlutabréfaviðskipti 122,7 milljörðum króna. Um 68 milljarða viðskipti voru með bréf Íslandsbanka. Úrvalsvísitalan endaði í 5.967 stigum og hefur hækkað um tæp átta prósent frá áramótum. Eftir sölu Straums-Burðaráss á 25 prósenta hlut í Íslandsbanka ráða Karl Wernersson, Baugur Group og FL Group um 40 prósentum í bankanum. Einar Sveinsson, formaður bankaráðs Íslandsbanka, og Benedikt bróðir hans ráða um sex prósentum og Jón Snorrason og tengdir aðilar um fjórum. Íslandsbanki keypti 4,5 prósent af Straumi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bréfin seld meðal annars til Þorsteins Más Baldvinssonar, forstjóra Samherja, og Saxbyggs sem er í eigu Nóatúnsfjölskyldunnar og Byggingafélags Gylfa og Gunnars. Með þessari sölu lýkur þætti Straums sem eins af stærstu eigendum Íslandsbanka. Straumur eignaðist 14,4 prósent haustið 2004 þegar bankinn keypti bréf af Burðarási, Landsbankanum og Landsbankanum Luxembourg. Með sameiningu við Burðarás nú í haust jókst hlutur Straums í 26 prósent. Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums-Burðaráss, er mjög sáttur við söluna á bréfunum og segir að ávöxtunin hafi verið góð á því tæpa eina og hálfa ári sem bankinn átti Íslandsbankabréf. "Innleystur söluhagnaður er um sextán milljarðar króna. Það er ljóst að þetta styrkir bankann og víkkar okkar tækifæri til eflingar á Straumi sem fjárfestingarbanka." Þegar Straumur fór inn í Íslandsbanka var eigið fé félagsins um 29 milljarðar. Tæpu einu og hálfu ári síðar stendur það nærri 120 milljörðum. Þórður segir ennfremur að þetta auki möguleika Straums að taka þátt í öðrum verkefnum og það sé augljóst að áherslan eykst erlendis. Einnig hafa orðið nokkrar minni háttar breytingar á eignarhaldi innan Actavis og Straums. Róbert Wessman, forstjóri Actavis, hefur keypt af Straumi-Burðarási hlutabréf fyrir 3,5 milljarða króna og fer í hóp stærstu eigenda. Félög í eigu Karls Wernerssonar seldu Straumi hlutabréf í Actavis fyrir meira en fimm milljarða króna í skiptum fyrir bréf í Íslandsbanka. Eftir sem áður er Amber International, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, stærsti eigandinn í Actavis. FL Group borgaði fyrir sextán milljarða hlut í Íslandsbanka með bréfum í Straumi og Landsbankanum. Virði Straumsbréfanna nam 10,6 milljörðum króna en FL Group átti um sex prósent í Straumi.
Innlent Viðskipti Mest lesið Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Gengi Alvotech aldrei lægra Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira