Viðskipti innlent

160 milljarðar í árshagnað

Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums - Burðaráss. Straumsmönnum er spáð mestum hagnaði á fjórða ársfjórðungi eða yfir þrettán milljörðum samkvæmt spám Íslandsbanka og Landsbankans. Gengishagnaður leikur stórt hlutverk í uppgjöri félaganna.
Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums - Burðaráss. Straumsmönnum er spáð mestum hagnaði á fjórða ársfjórðungi eða yfir þrettán milljörðum samkvæmt spám Íslandsbanka og Landsbankans. Gengishagnaður leikur stórt hlutverk í uppgjöri félaganna.
Því er spáð að hagnaður fimmtán helstu fyrirtækja í Kauphöll Íslands fyrir allt árið 2005 verði yfir 160 milljarðar króna, þar af um 59 milljarðar á síðasta árshluta. Greiningardeildir Íslandsbanka og Landsbankans birtu fyrir helgi afkomuspár sínar.

Bankarnir gera ráð fyrir að keppinautarnir í KB banka skili bestri niðurstöðu eða nærri 47 milljarða króna hagnaði.

Því er spáð að Straumur - Burðarás hagnist um 27 milljarða, Landsbankinn um 25 milljarða og Íslandsbanki um 23 milljarða króna. FL Group kemur svo í fimmta sæti með sautján milljarða króna hagnað á árinu 2005 en búist er við mjög góðum tölum frá félaginu á fjórða ársfjórðungi. Fjórföldun á fjórða ársfjórðungiÞegar einvörðungu er litið til síðasta ársfjórðungs nýliðins árs er ljóst að hagnaður fyrirtækjanna jókst gríðarlega samanborið við sama tímabil í fyrra. Í afkomuspám bankanna kemur fram að gengishagnaður sé meginástæðan fyrir þessum umskiptum en hann hefur aldrei verið meiri en á fjórða ársfjórðungi.

Landsbankinn spáir því til dæmis að afkoma Kauphallarfélaga verði fjórfalt meiri á fjórða ársfjórðungi 2005 en á sama tíma í fyrra og gerir ráð fyrir að hagnaður þeirra verði tæpir 54 milljarðar króna en var til samanburðar rúmir þrettán milljarðar á sama tíma árið 2004.

Íslandsbanki spáir lægri hagnaði eða um 49 milljörðum á fjórða ársfjórðungi en töluverður munur er á spám bankanna til uppgjörs Straums.

Niðurstaðan er sú að hagnaður fyrirtækjanna verður um 59 milljarðar að meðtaldri afkomu Íslandsbanka og Landsbankans sem spá auðvitað ekki fyrir um eigin afkomu. Straumur í fyrsta sætiÞað kemur kannski á óvart að hagnaður Straums - Burðaráss verður meiri en hagnaður KB banka á fjórða ársfjórðungi gangi spárnar eftir. Afkoma Straums - Burðaráss var aðeins 127 milljónir á lokahluta ársins 2004 en verður nú um 13,3 milljarðar króna samkvæmt spám bankanna. KB banki heldur áfram að mala gull og skilar um 11,9 milljörðum í hagnað samkvæmt spánum en 46,7 milljörðum fyrir árið í heild.

Þá býst greiningardeild Landsbankans við um 7,2 milljarða hagnaði Íslandsbanka á fjórða ársfjórðungi og 22,8 milljörðum á öllu nýliðnu ári. Íslandsbanki gerir hins vegar ráð fyrir að Landsbankinn hagnist um átta og hálfan milljarð á fjórða ársfjórðungi og ársafkoman verði jákvæð um 25 milljarða.

Hagnaður hjá fyrirtækjum í framleiðslu, þjónustu og iðnaði verður töluvert minni en hagnaður fjármálafyrirtækjanna. Þannig hljóðar meðaltalsspá bankanna tveggja að hagnaður þessara fyrirtækja verði um 15,7 milljarðar á fjórða ársfjórðungi. Landsbankinn reiknar með að hagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) verði 12,4 milljarðar króna á fjórða ársfjórðungi, sem er meira en sjö milljarða aukning á milli ára.

Það að hagnaður eftir skatta er hærri en rekstrarhagnaður fyrir afskriftir skýrist af gríðarlegum gengishagnaði FL Group á eignarhlut sínum í easyJet á síðasta ársfjórðungi. Bjart framundanGreining Íslandsbanka er bjartsýn á árið 2006. Þannig býst bankinn við að Úrvalsvísitalan hækki um 20 prósent en þess má geta að á fyrstu dögum ársins hefur hún hækkað um tæp sex prósent. "Enn er góður gangur í efnahagslífinu og horfur í rekstri fyrirtækjanna eru almennt séð góðar. Útrás og hröð framþróun stærstu fyrirtækjanna mun áfram spila stórt hlutverk á markaðnum," segir í skýrslu bankans.

Fjárfestingarráðgjöf bankans breytist að því leyti að mælt er með yfirvogun Landsbankans og FL Group sem þýðir það að þessi tvö félög muni skila betri ávöxtun en markaðurinn á næstu 3-6 mánuðum. Actavis færist í markaðsvogun en Össur í undirvogun.

Landsbankinn gerir ráð fyrir minni hækkunum hlutabréfaverðs og áætlar að hlutabréf hækki að meðaltali um tólf prósent, sem er ávöxtunarkrafa bankans til markaðarins. Þar sem Úrvals­vísitalan hækkar mun minna í ár en undangengin þrjú ár er ljóst að hagnaður fjármálafyrirtækja mun dragast nokkuð saman á árinu 2006.

eggert@frettabladid.is Afkoma félaga í Kauphöll Íslands* (upphæðir í milljónum króna)
 

Ársafkoma

Fjórði ársfjórðungur

Actavis

5.335

1.855

Bakkavör

3.343

1.021

Dagsbrún

788

237

FL Group

17.246

10.673

HB Grandi

757

-177

Icelandic Group

28

50

Íslandsbanki

22.781

7.194

KB banki

46.672

11.923

Kögun

636

201

Landsbanki

24.707

8.501

Marel

508

111

Mosaic Fashions

1.455

533

SÍF

968

979

Straumur

27.324

13.261

Tryggingamiðstöðin

7.983

2.596

Össur

866

315

Alls

161.397

59.273



* Meðaltalsspá greiningardeilda Íslandsbanka og Landsbankans





Fleiri fréttir

Sjá meira


×