Teikn hafi verið á lofti um minnkandi spennu á markaðnum auk þess sem heldur hefði dregið úr þeim hraða sem fasteignaverð hefur hækkað á að undanförnu. Endurskoðuð spá greiningardeildar KB banka frá því í október gerði ráð fyrir fjögurra prósenta hækkun fasteignaverðs á næstu tólf mánuðum, en ljóst er að sú hækkun hefur nú þegar komið fram.

