Rafa Benitez, stjóri Liverpool, segir á heimasíðu félagsins í dag að hann sé sáttur við að mæta Benfica í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar og segir að þó Benfica verði erfiðir mótherjar, hefði Liverpool geta verið óheppnara með andstæðinga á þessu stigi keppninnar.
"Það eru bara góð lið eftir í keppninni á þessu stigi og við hefðum geta mætt liði eins og Bayern Munchen. Það verða nokkrir mjög áhugaverðir leikir í þessari umferð, eins og til dæmis Chelsea-Barcelona, Real Madrid-Arsenal og Bayern Munchen-AC Milan. Ég er mjög ánægður að sleppa við ákveðin lið í 16-liða úrslitunum, en það þýðir ekki að leikurinn við Benfica verði á nokkurn hátt auðveldur. Þeir sýndu það í leiknum við Manchester United á dögunum að þeir eru með frábært lið," sagði Benitez.