Fær tveggja leikja bann

Miðjumaðurinn harðskeytti hjá Chelsea, Michael Essien, var í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann af aganefnd UEFA fyrir ljóta tæklingu hans á Dietmar Hamann hjá Liverpool í leik liðanna í Meistaradeildinni á dögunum. Essien missir því af báðum leikjum Chelsea í 16-liða úrslitum keppninnar.