Tíu mörk Einars dugðu skammt
Tveir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Grosswallstadt tapaði fyrir Göppingen 33-28, þar sem Einar Hólmgeirsson fór á kostum og skoraði tíu mörk fyrir Grosswallstadt, en Alexander Petersson skoraði fjögur mörk. Jaliesky Garcia var með fjögur mörk fyrir Göppingen. Kiel skaust á toppinn með því að bursta Nordhorn 42-31.