McLeish fær að halda áfram

Alex McLeish fékk í dag stuðningsyfirlýsingu frá stjórnarformanni meistara Glasgow Rangers í Skotlandi, en sérstakur fundur var haldinn í dag til að ræða framtíð knattspyrnustjórans. Rangers-liðið er í sögulegri lægð í úrvalsdeildinni og hefur ekki unnið sigur í síðustu tíu leikjum, en liðið tryggði sér þó sæti í 16 liða úrsiltum Meistaradeildarinnar í vikunni.