Í Kraká 6. desember 2005 11:44 Nú er ég staddur í Kraká í Póllandi, i þessari fallegu gömlu borg. Kom hingað síðast 1986, þá var Jaruselski forseti Póllands. Þjónar á veitingahúsum byrjuðu yfirleitt að romsa upp úr sér því sem var ekki til á matseðlunum. Samt tókst mér að smakka villigölt og dádýrasteik í fyrsta skipti á ævinni - þetta var haustið eftir Tsjernobyl og ábyggilega ekki hollt að leggja sér skógardýr til munns. Né heldur niðursoðnu ávextina sem víða voru á boðstólum. Ég ætla að rifja upp kynnin við Kraká í nokkra daga. Þetta er nátturlega borg Jóhannesar Páls páfa - hér eru myndir af honum um allt. En hér var líka Tadeusz Kantor, einn stórkostlegasti leikhúsmaður síðustu aldar, sem ég átti þátt í að koma á Listahátíð 1990. Og svo gamla gyðingahverfið, kirkjurnar og söfnin. Ég er samt svolítið tvístígandi hvort ég eigi að fara þennan stutta bíltúr til Auschwitz sem er stutt hér frá. Er það ekki skylda manns? En hefur maður taugar í það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun
Nú er ég staddur í Kraká í Póllandi, i þessari fallegu gömlu borg. Kom hingað síðast 1986, þá var Jaruselski forseti Póllands. Þjónar á veitingahúsum byrjuðu yfirleitt að romsa upp úr sér því sem var ekki til á matseðlunum. Samt tókst mér að smakka villigölt og dádýrasteik í fyrsta skipti á ævinni - þetta var haustið eftir Tsjernobyl og ábyggilega ekki hollt að leggja sér skógardýr til munns. Né heldur niðursoðnu ávextina sem víða voru á boðstólum. Ég ætla að rifja upp kynnin við Kraká í nokkra daga. Þetta er nátturlega borg Jóhannesar Páls páfa - hér eru myndir af honum um allt. En hér var líka Tadeusz Kantor, einn stórkostlegasti leikhúsmaður síðustu aldar, sem ég átti þátt í að koma á Listahátíð 1990. Og svo gamla gyðingahverfið, kirkjurnar og söfnin. Ég er samt svolítið tvístígandi hvort ég eigi að fara þennan stutta bíltúr til Auschwitz sem er stutt hér frá. Er það ekki skylda manns? En hefur maður taugar í það.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun