SPH býður vildarþjónusta fyrir fyrirtæki 30. nóvember 2005 16:30 Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH) býður fyrirtækjum upp á vildarþjónustu sem sniðin er að þörfum fyrirtækja. Vildarþjónusta hefur verið í boði fyrir einstaklinga og fengið afar góðar viðtökur. Markaðsstjóri SPH segir þetta þjónustu sem hafi vantað á fyrirtækjamarkaði. Þá segir hann að rannsóknir hafi leitt í ljós að mörg fyrirtæki vildu fá heildarþjónustu þar sem allt væri á einum stað og góða og persónulega þjónustu. Segir hann vildarþjónustuna falla vel að þeirri stefnu SPH að bjóða fyrirtækjum alhliða fjármálaþjónustu. Í vildarþjónustu fyrirtækja felst greiðsluþjónusta sem er ókeypis fyrsta árið, greiðslukort, sem einnig eru ókeypis fyrsta árið, sérstakur þrepaskiptur sparnaðarreikningur með háum innlánsvöxtum, ókeypis innkaupakort, afslættir af lántökugjaldi og bílalán á hagstæðum kjörum. Með vildarþjónustu hafa fyrirtæki kost á að auka hagræðingu í rekstri með sparnaði við umsýslu gagna auk þess sem nýting á tíma og fjármunum verður betri. Í greiðsluþjónustu annast SPH greiðslu á föstum útgjöldum fyrirtækisins sem jöfnuð eru yfir 12 mánaða tímabil. Kostirnir felast í betri yfirsýn yfir útgjöldin, reikningarnir eru greiddir á réttum tíma og vanskilagjöld og gluggaumslög heyra sögunni til. Auk greiðsluþjónustu má nefna beingreiðslur fyrir föst útgjöld og reglulegar greiðslur, t.d. vegna starfsmannaferða. Þá býður SPH fyrirtækjakort og innkaupakort, hvort tveggja kreditkort en með því síðarnefnda er hægt að fylgjast náið með útgjöldum fyrirtækisins, greina þau niður á korthafa, deildir, stað, stund og söluaðila. Hvorki færslugjöld né seðilgjöld eru innheimt vegna notkunar kortsins. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH) býður fyrirtækjum upp á vildarþjónustu sem sniðin er að þörfum fyrirtækja. Vildarþjónusta hefur verið í boði fyrir einstaklinga og fengið afar góðar viðtökur. Markaðsstjóri SPH segir þetta þjónustu sem hafi vantað á fyrirtækjamarkaði. Þá segir hann að rannsóknir hafi leitt í ljós að mörg fyrirtæki vildu fá heildarþjónustu þar sem allt væri á einum stað og góða og persónulega þjónustu. Segir hann vildarþjónustuna falla vel að þeirri stefnu SPH að bjóða fyrirtækjum alhliða fjármálaþjónustu. Í vildarþjónustu fyrirtækja felst greiðsluþjónusta sem er ókeypis fyrsta árið, greiðslukort, sem einnig eru ókeypis fyrsta árið, sérstakur þrepaskiptur sparnaðarreikningur með háum innlánsvöxtum, ókeypis innkaupakort, afslættir af lántökugjaldi og bílalán á hagstæðum kjörum. Með vildarþjónustu hafa fyrirtæki kost á að auka hagræðingu í rekstri með sparnaði við umsýslu gagna auk þess sem nýting á tíma og fjármunum verður betri. Í greiðsluþjónustu annast SPH greiðslu á föstum útgjöldum fyrirtækisins sem jöfnuð eru yfir 12 mánaða tímabil. Kostirnir felast í betri yfirsýn yfir útgjöldin, reikningarnir eru greiddir á réttum tíma og vanskilagjöld og gluggaumslög heyra sögunni til. Auk greiðsluþjónustu má nefna beingreiðslur fyrir föst útgjöld og reglulegar greiðslur, t.d. vegna starfsmannaferða. Þá býður SPH fyrirtækjakort og innkaupakort, hvort tveggja kreditkort en með því síðarnefnda er hægt að fylgjast náið með útgjöldum fyrirtækisins, greina þau niður á korthafa, deildir, stað, stund og söluaðila. Hvorki færslugjöld né seðilgjöld eru innheimt vegna notkunar kortsins.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira