Fyrsti sigur Atlanta Hawks 24. nóvember 2005 13:45 Al Harrington og félagar í Atlanta Hawks gátu loks fagnað sigri í nótt eftir tap í níu fyrstu leikjunum NordicPhotos/GettyImages Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA í nótt sem leið og þar bar hæst að Atlanta Hawks vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu þegar það skellti Boston. Detroit og San Antonio héldu sínu striki og burstuðu andstæðinga sína. Atlanta vann Boston 120-117. Al Harrington skoraði 34 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce skoraði 33 fyrir Boston, sem enn hefur ekki unnið á útivelli í vetur. Orlando lagði heillum horfið lið Washington 91-83, þrátt fyrir að vera án Steve Francis. Heido Turkoglu skoraði 23 stig fyrir Orlando, en Antawn Jamison skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst fyrir Washington, sem á í mesta basli eftir góða byrjun. Detroit rúllaði Denver upp 114-89. Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir Detroit, en Marcus Camby skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst fyrir Denver, sem hafði unnið fjóra leiki í röð. Phoenix vann nokkuð auðveldan sigur á Houston á útivelli 100-88. James Jones og Shawn Marion skoruðu 19 stig hvor fyrir Phoenix, en Derek Anderson skoraði 23 stig fyrir Houston, sem er í miklum vandræðum án Tracy McGrady og virkar liðið heillum horfið þessa dagana. Miami vann Portland 100-79. Dwayne Wade skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst fyrir Miami, en Darius Miles var með 19 stig hjá Portland. Charlotte sigraði New York 108-95. Gerald Wallace lék með Charlotte á ný eftir handarmeiðsli og skoraði 24 stig, en Stephon Marbury skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York. New Orleans lagði Minnesota 84-80. David West skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst hjá New Orleans, en Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst hjá Minnesota. Milwaukee sigraði Philadelphia 108-97, þar sem 45 stig Allen Iverson nægðu Philadelphia ekki til sigurs. Hjá Milwaukee var Michael Redd atkvæðamestur með 32 stig og 7 stoðsendingar. Sacramento lagði New Jersey 114-105. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Marc Jackson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey. San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 113-89, þar sem úrslitin voru nánast ráðin í hálfleik þegar San Antonio hafði þegar náð 30 stiga forystu og gat hvílt lykilmenn sína. Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst, en Troy Murphy skoraði 27 stig fyrir Golden State. Að lokum vann lið LA Clippers níunda sigurinn í ellefu leikjum þegar liðið vann nauman heimasigur á Toronto 103-100. Corey Maggette skoraði 30 stig fyrir Clippers, en Chris Bosh var með 24 stig og 9 fráköst fyrir Toronto. Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira
Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA í nótt sem leið og þar bar hæst að Atlanta Hawks vann fyrsta sigur sinn á tímabilinu þegar það skellti Boston. Detroit og San Antonio héldu sínu striki og burstuðu andstæðinga sína. Atlanta vann Boston 120-117. Al Harrington skoraði 34 stig fyrir Atlanta, en Paul Pierce skoraði 33 fyrir Boston, sem enn hefur ekki unnið á útivelli í vetur. Orlando lagði heillum horfið lið Washington 91-83, þrátt fyrir að vera án Steve Francis. Heido Turkoglu skoraði 23 stig fyrir Orlando, en Antawn Jamison skoraði 25 stig og hirti 15 fráköst fyrir Washington, sem á í mesta basli eftir góða byrjun. Detroit rúllaði Denver upp 114-89. Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir Detroit, en Marcus Camby skoraði 15 stig og hirti 10 fráköst fyrir Denver, sem hafði unnið fjóra leiki í röð. Phoenix vann nokkuð auðveldan sigur á Houston á útivelli 100-88. James Jones og Shawn Marion skoruðu 19 stig hvor fyrir Phoenix, en Derek Anderson skoraði 23 stig fyrir Houston, sem er í miklum vandræðum án Tracy McGrady og virkar liðið heillum horfið þessa dagana. Miami vann Portland 100-79. Dwayne Wade skoraði 19 stig og hirti 11 fráköst fyrir Miami, en Darius Miles var með 19 stig hjá Portland. Charlotte sigraði New York 108-95. Gerald Wallace lék með Charlotte á ný eftir handarmeiðsli og skoraði 24 stig, en Stephon Marbury skoraði 21 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir New York. New Orleans lagði Minnesota 84-80. David West skoraði 22 stig og hirti 13 fráköst hjá New Orleans, en Kevin Garnett skoraði 24 stig og hirti 11 fráköst hjá Minnesota. Milwaukee sigraði Philadelphia 108-97, þar sem 45 stig Allen Iverson nægðu Philadelphia ekki til sigurs. Hjá Milwaukee var Michael Redd atkvæðamestur með 32 stig og 7 stoðsendingar. Sacramento lagði New Jersey 114-105. Mike Bibby skoraði 25 stig fyrir Sacramento, en Marc Jackson skoraði 21 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Jersey. San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 113-89, þar sem úrslitin voru nánast ráðin í hálfleik þegar San Antonio hafði þegar náð 30 stiga forystu og gat hvílt lykilmenn sína. Tony Parker skoraði 26 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan skoraði 19 stig og hirti 12 fráköst, en Troy Murphy skoraði 27 stig fyrir Golden State. Að lokum vann lið LA Clippers níunda sigurinn í ellefu leikjum þegar liðið vann nauman heimasigur á Toronto 103-100. Corey Maggette skoraði 30 stig fyrir Clippers, en Chris Bosh var með 24 stig og 9 fráköst fyrir Toronto.
Erlendar Fréttir Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira