Glæsilegur Evrópusigur í gær, grannaslagur í kvöld 18. nóvember 2005 13:00 Sigurður Ingimundarson segir sína menn ekki láta leikjaálagið á sig fá og hlakkar til að mæta Njarðvík í kvöld Það er nóg að gera hjá karlaliði Keflavíkur í körfuboltanum þessa dagana. Í gærkvöld vann liðið frækinn sigur á BK Riga frá Lettlandi í Evrópukeppninni 121-90 og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ekki tekur auðveldara verkefni við í kvöld, þegar Keflvíkingar mæta grönnum sínum í Njarðvík í Powerade bikarnum. "Það er svosem eðlilegt að fólk hafi verið búið að afskrifa okkur fyrir leikinn gegn Riga í gær, því við höfðum ekki náð okkur á strik í keppninni fram að því, en það sýndi sig í gærkvöldi að það má aldrei vanmeta Keflavík," sagði Sigurður Ingimundarson í léttu spjalli við Vísir.is nú áðan. "Við vorum búnir að vera að spila eins og búðingar fram að þessum leik í gær, en þá náðu menn loksins að taka sig saman í andlitinu og þá var þetta engin spurning," sagði Sigurður, en liðið mætir Madeira frá Portúgal heima og úti í 16-liða úrslitum keppninnar í desember. "Ég mundi áætla að þetta Madeira lið sé svona í svipuðum styrkleikaflokki og finnska liðið Lappenranta sem við mættum í riðlinum um daginn og því er ljóst að þeir verða fyrirfram áætlaðir sterkari en við," sagði Sigurður. Í kvöld mæta Keflvíkingar svo grönnum sínum í Njarðvík í undanúrslitum Powerade bikarsins, en þar má eiga von á hörkurimmu eins og venjulega. En er Sigurður ekki hræddur um að hans menn verði dálítið þreyttir í leiknum í kvöld? "Nei, nei, við værum ekki að fara í þessa keppni ef við héldum að við réðum ekki við það og ég veit að strákarnir geta ekki beðið eftir að mæta Njarðvík. Þetta er bara líf og fjör," sagði Sigurður, en ef Keflvíkingar vinna granna sína í kvöld, bíður þeirra þriðji leikurinn á þremur dögum í úrslitum keppninnar á morgun. Fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins er viðureign Fjölnis og KR klukkan 18:30 í Laugardalshöllinni, en klukkan 20:30 mætast svo Keflavík og Njarðvík. Úrslitaleikurinn er svo í Laugardalshöllinni á morgun klukkan 16:10. Fréttir Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira
Það er nóg að gera hjá karlaliði Keflavíkur í körfuboltanum þessa dagana. Í gærkvöld vann liðið frækinn sigur á BK Riga frá Lettlandi í Evrópukeppninni 121-90 og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum keppninnar. Ekki tekur auðveldara verkefni við í kvöld, þegar Keflvíkingar mæta grönnum sínum í Njarðvík í Powerade bikarnum. "Það er svosem eðlilegt að fólk hafi verið búið að afskrifa okkur fyrir leikinn gegn Riga í gær, því við höfðum ekki náð okkur á strik í keppninni fram að því, en það sýndi sig í gærkvöldi að það má aldrei vanmeta Keflavík," sagði Sigurður Ingimundarson í léttu spjalli við Vísir.is nú áðan. "Við vorum búnir að vera að spila eins og búðingar fram að þessum leik í gær, en þá náðu menn loksins að taka sig saman í andlitinu og þá var þetta engin spurning," sagði Sigurður, en liðið mætir Madeira frá Portúgal heima og úti í 16-liða úrslitum keppninnar í desember. "Ég mundi áætla að þetta Madeira lið sé svona í svipuðum styrkleikaflokki og finnska liðið Lappenranta sem við mættum í riðlinum um daginn og því er ljóst að þeir verða fyrirfram áætlaðir sterkari en við," sagði Sigurður. Í kvöld mæta Keflvíkingar svo grönnum sínum í Njarðvík í undanúrslitum Powerade bikarsins, en þar má eiga von á hörkurimmu eins og venjulega. En er Sigurður ekki hræddur um að hans menn verði dálítið þreyttir í leiknum í kvöld? "Nei, nei, við værum ekki að fara í þessa keppni ef við héldum að við réðum ekki við það og ég veit að strákarnir geta ekki beðið eftir að mæta Njarðvík. Þetta er bara líf og fjör," sagði Sigurður, en ef Keflvíkingar vinna granna sína í kvöld, bíður þeirra þriðji leikurinn á þremur dögum í úrslitum keppninnar á morgun. Fyrri undanúrslitaleikur kvöldsins er viðureign Fjölnis og KR klukkan 18:30 í Laugardalshöllinni, en klukkan 20:30 mætast svo Keflavík og Njarðvík. Úrslitaleikurinn er svo í Laugardalshöllinni á morgun klukkan 16:10.
Fréttir Innlendar Íþróttir Íslenski körfuboltinn Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy Sjá meira