George Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi í gær Ben Bernanke, ráðgjafa í Hvíta húsinu, sem næsta seðlabankastjóra Bandaríkjanna. Bernanke er ætlað að taka við af Alan Greenspan sem hættir snemma á næsta ári eftir ríflega 18 ár í starfi seðlabankastjóra.
Öldungadeild Bandaríkjaþings þarf að samþykkja tilnefningu Bernankes en búist er við að hann muni hljóta náð fyrir augum deildarinnar þótt yfirheyrslur yfir honum verði hugsanlega strangar.