Hannes í stað Ragnhildar 23. október 2005 17:50 Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group í kjölfar viðamikilla skipulagsbreytinga. Hannes Smárason hefur tekið við félaginu og þar með er ein þekktasta konan í íslensku viðskiptalífi farin úr stjórnunarstöðu. Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, kynnti Ragnhildi Geirsdóttir sem nýjan forstjóra félagins fyrir rúmu hálfu ári og klappaði henni lof í lófa. Ráðning hennar vakti athygli ekki síst vegna þess að kona var ráðin í stöðu forstjóra íslensks stórfyrirtækis en þær má telja á fingrum annarrar handar. Í nettímaritinu Travel People er fullyrt að Ragnhildur hafi sagt upp starfi sínu í gærkvöld og eftir henni er haft að ástæða uppsagnarinnar sé óánægja hennar með fyrirhuguð kaup FL Group á lággjaldaflugfélaginu Sterling sem eru á lokastigi. Það verð sem greitt verður fyrir Sterling er of hátt að mati Ragnhildar sem segir Hannes Smárason hafa verið einráðan um kaupin, kaup sem hún vilji ekki ábyrgjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur samstarf Hannesar og Ragnhildar gengið fremur erfiðlega og einnig hefur verið látið að því liggja að stjórnunarhættir Hannesar hafi orðið þess valdandi að stór hluti stjórnar Flugleiða sagði af sér í sumar. Jón Karl Helgason, nýráðinn forstjóri Icelandair Group, vill þó ekki meina að Ragnhildi hafi verið bolað í burtu. Hann segir Ragnhildi hafa ákveðið að fara sjálf og reyna fyrir sér á nýjum stöðum. Hún hafi ekki verið alveg ánægð með þær breytingar sem séu að eiga sér stað. Þá sé oft heiðarlegra af báðum aðilum að finna nýjar leiðir. Ragnhildur er nú stödd á Egilsstöðum þar sem hún ætlar að skjóta rjúpur. Hún minntist ekkert á uppsögn eða ósætti þegar fréttaritari Stöðvar 2 náði tali af henni í dag. Hún segir að það hafi verið samkomulag milli hennar og stjórnar félagsins að hún léti af störfum á þessum tímapunkti en það hafi ekkert með stjórnarhætti Hannesar Smárasonar að gera. Hún sé í raun mjög sátt við ákvörðunina. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Ragnhildur Geirsdóttir er hætt sem forstjóri FL Group í kjölfar viðamikilla skipulagsbreytinga. Hannes Smárason hefur tekið við félaginu og þar með er ein þekktasta konan í íslensku viðskiptalífi farin úr stjórnunarstöðu. Hannes Smárason, stjórnarformaður FL Group, kynnti Ragnhildi Geirsdóttir sem nýjan forstjóra félagins fyrir rúmu hálfu ári og klappaði henni lof í lófa. Ráðning hennar vakti athygli ekki síst vegna þess að kona var ráðin í stöðu forstjóra íslensks stórfyrirtækis en þær má telja á fingrum annarrar handar. Í nettímaritinu Travel People er fullyrt að Ragnhildur hafi sagt upp starfi sínu í gærkvöld og eftir henni er haft að ástæða uppsagnarinnar sé óánægja hennar með fyrirhuguð kaup FL Group á lággjaldaflugfélaginu Sterling sem eru á lokastigi. Það verð sem greitt verður fyrir Sterling er of hátt að mati Ragnhildar sem segir Hannes Smárason hafa verið einráðan um kaupin, kaup sem hún vilji ekki ábyrgjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar hefur samstarf Hannesar og Ragnhildar gengið fremur erfiðlega og einnig hefur verið látið að því liggja að stjórnunarhættir Hannesar hafi orðið þess valdandi að stór hluti stjórnar Flugleiða sagði af sér í sumar. Jón Karl Helgason, nýráðinn forstjóri Icelandair Group, vill þó ekki meina að Ragnhildi hafi verið bolað í burtu. Hann segir Ragnhildi hafa ákveðið að fara sjálf og reyna fyrir sér á nýjum stöðum. Hún hafi ekki verið alveg ánægð með þær breytingar sem séu að eiga sér stað. Þá sé oft heiðarlegra af báðum aðilum að finna nýjar leiðir. Ragnhildur er nú stödd á Egilsstöðum þar sem hún ætlar að skjóta rjúpur. Hún minntist ekkert á uppsögn eða ósætti þegar fréttaritari Stöðvar 2 náði tali af henni í dag. Hún segir að það hafi verið samkomulag milli hennar og stjórnar félagsins að hún léti af störfum á þessum tímapunkti en það hafi ekkert með stjórnarhætti Hannesar Smárasonar að gera. Hún sé í raun mjög sátt við ákvörðunina.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Kaupir Horn III út úr Líflandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira