Sport

Allan Houston hættur

Skotbakvörðurinn Allan Houston hjá New York Knicks, ákvað í gærkvöldi að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra hnémeiðsla. Houston er 34 ára gamall og lék í tólf ár í deildinni, lengst af með New York, þar sem hann skrifaði undir samning upp á 100 milljónir dollara árið 2001, en náði aldrei að vinna fyrir broti af þeirri upphæð, stuðningsmönnum liðsins til mikils ama. Allan Houston hóf ferilinn hjá Detroit Pistons, en var hjá New York eftir það. Besta árið hans var árið 2003, þegar hann skoraði að meðaltali 22,5 stig að meðaltali í leik. Houston var auðmjúkur á blaðamannafundinum þar sem hann tilkynnti ákvörðun sína í gær og sagði að það hefði greinilega verið Guðs vilji að hann hætti að spila, því þrátt fyrir mikla vinnu, náði hann sér ekki af meiðslunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×