Sport

Iverson ósáttur við nýjar reglur

Allen Iverson, leikmaður Philadelphia 76ers í NBA deildinni, er einn þeirra sem eru afar óhressir með reglur sem taka gildi í vetur, sem snúa að klæðaburði leikmanna á keppnisferðalögum. David Stern hefur í huga að beita þá leikmenn sektum sem ekki ganga um í snyrtilegum jakkafötum á leið til og frá keppni með liðum sínum. "Ég reyni alltaf að klæðast fötum sem eru þægileg," sagði Iverson fúll. "Ég er alls ekki hlynntur því að eigi að fara að skikka menn til að ganga í ákveðnum fötum þegar þeir mæta á leiki og eru á ferðalögum með liðum sínum og ég er ákveðinn í að berjast gegn þessu," sagði Iverson, sem stundum minnir meira á bófarappara í klæðaburði, en atvinnumann í íþróttum. Hann er skreyttur húðflúðri um allan líkama og gengur jafnan um í mjög víðum klæðnaði, með mikið glingur um háls og á höndum, svo ekki er erfitt að ímynda sér að hann eigi eftir að eiga erfitt með að sætta sig við jakkafötin. Antonio Davis, formaður samtaka leikmanna, var öllu rólegri í afstöðu sinni til klæðaburðarins, en þótti Stern  þó ganga full vasklega fram. "Það er kannski full mikið að ætlast til þess að allir stökkvi til strax og klæðist jakkafötum. Það verður að gefa mönnum smá aðlögunartíma og þar að auki sé ég nú oft lögfræðinga í gallabuxum og enginn virðist setja út á það," sagði Davis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×