Sport

Marbury er líka með skrítið hjarta

NordicPhotos/GettyImages
Stephon Marbury, leikstjórnandi New York Knicks, sem í dag gekk frá kaupum á miðherjanum Eddy Curry frá Chicago Bulls, hefur litlar áhyggjur af meintum hjartagalla Curry og segist sjálfur vera með kvilla sem kallast "hjartaóhljóð". "Ég er sjálfur með hjartaóhljóð, en mér skilst að allir íþróttamenn fái þetta á stundum. Ég man að þegar ég var í háskóla, var mér sagt að ég ætti ekki eftir að geta spilað út af þessu. Hjartað á mér missir stundum úr slag og slag, en þegar ég hef farið til læknis út af þessu, hafa þeir alltaf sagt mér að þetta sé bara hjartaóhljóð," sagði Marbury, sem iðar af spennu yfir því að Knicks skuli vera komið með tvo stóra miðherja í hópinn í sumar. "Eddy og Jerome James eru báðir risavaxnir menn og þeir eiga eftir að hjálpa okkur mikið í vetur, þeir eru áræðanlega öflugustu miðherjar deildarinnar á eftir Shaquille O´Neal," sagði Marbury kátur. Lið Knicks hefur sem kunnugt er fengið til sín þjálfarann gamalreynda, Larry Brown frá Detroit og vona óþolinmóðir aðdáendur liðsins að það fari loksins að vinna aftur eftir mögur ár að undanförnu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×