Vaxtahækkunin ekki góð tíðindi 30. september 2005 00:01 Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir vaxtahækkun Seðlabankans ekki góð tíðindi. Hann telur vafasamt að hún verði til að slá á þá eftirspurn sem drífi áfram verðbólguna og varar fjölskyldur við of mikilli skuldsetningu. Varaformaður fjárlaganefndar segir lækninguna hættulegri en sjúkdóminn. Halldór segist ekki sammála Seðlabankanum að velja þá leið að hækka vexti en bankinn sé sjálfstæður og taki sínar eigin ákvarðanir. Þó geti þetta orðið til þess að hægja á útánum bankanna. Halldór segir að Seðlabankinn telji aðhald ríkisvaldsins nægilegt og gagnrýni ekki efnahagsstjórn. Hins vegar sé einkaneysla farin úr böndunum og útlán til hennar séu stærsti vandinn í dag. Hann segist óttast að aðgangur fyrirtækja og einstaklinga að erlendu lánsfé valdi því að vaxtahækkunin hafi ekki tilætluð áhrif en vonandi verði þetta slík viðvörun til fjármálastofnana. Gengi krónunnar náði sögulegum hæðum í morgun þegar það hækkaði um tæp tvö prósent eftir að markaðir opnuðu. Þrátt fyrir að það hafi lækkað lítillega þegar leið á daginn er þetta einhver mesta hækkun sem hefur orðið á einum degi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, er ekki hrifinn af vaxtahækkun Seðlabankans frekar en fyrri daginn og segir lækningaraferðir bankans hættulegri en sjúkdóminn sjálfan. Hættan í þessu sé sú að gengið ofrísi. Viðskiptahallinn mun halda áfram að vaxa að sögn Einars og svo kemur að því fyrr en síðar að gengið bresti. „Þá getur fallið orðið miklu meira en þörf er á,“ segir Einar. Einar segir að aðgerðir Seðlabankans geti aldrei komið í veg fyrir verðbólgu ef laun hækki umfram það sem að efnahagslífið beri. Það geti í mesta lagi frestað henni. Þó sé hann sammála Seðlabankanum um það að þegar bláloginn standi upp úr allri framleiðslu á Íslandi, þegar öllu hafi verið lokað og ferðaiðnaðurinn í rúst, þá viti hann að það verði lítil verðbólga á Íslandi. Mikil viðskipti voru á skuldabréfamarkaði í dag í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um vaxtahækkun en heildarveltan var tæpir sautján milljarðar. Hækkaðir stýrivextir draga að sér erlent fjármagn sem vinnur gegn áhrifum vaxtahækkanna. Gengi krónunnar hafði hækkað um tæp þrjú prósent í lok dagsins sem er þriðja mesta hækkun frá því fjármagnsflutningar voru gefnir frjálsir á Íslandi. Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir vaxtahækkun Seðlabankans ekki góð tíðindi. Hann telur vafasamt að hún verði til að slá á þá eftirspurn sem drífi áfram verðbólguna og varar fjölskyldur við of mikilli skuldsetningu. Varaformaður fjárlaganefndar segir lækninguna hættulegri en sjúkdóminn. Halldór segist ekki sammála Seðlabankanum að velja þá leið að hækka vexti en bankinn sé sjálfstæður og taki sínar eigin ákvarðanir. Þó geti þetta orðið til þess að hægja á útánum bankanna. Halldór segir að Seðlabankinn telji aðhald ríkisvaldsins nægilegt og gagnrýni ekki efnahagsstjórn. Hins vegar sé einkaneysla farin úr böndunum og útlán til hennar séu stærsti vandinn í dag. Hann segist óttast að aðgangur fyrirtækja og einstaklinga að erlendu lánsfé valdi því að vaxtahækkunin hafi ekki tilætluð áhrif en vonandi verði þetta slík viðvörun til fjármálastofnana. Gengi krónunnar náði sögulegum hæðum í morgun þegar það hækkaði um tæp tvö prósent eftir að markaðir opnuðu. Þrátt fyrir að það hafi lækkað lítillega þegar leið á daginn er þetta einhver mesta hækkun sem hefur orðið á einum degi. Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, er ekki hrifinn af vaxtahækkun Seðlabankans frekar en fyrri daginn og segir lækningaraferðir bankans hættulegri en sjúkdóminn sjálfan. Hættan í þessu sé sú að gengið ofrísi. Viðskiptahallinn mun halda áfram að vaxa að sögn Einars og svo kemur að því fyrr en síðar að gengið bresti. „Þá getur fallið orðið miklu meira en þörf er á,“ segir Einar. Einar segir að aðgerðir Seðlabankans geti aldrei komið í veg fyrir verðbólgu ef laun hækki umfram það sem að efnahagslífið beri. Það geti í mesta lagi frestað henni. Þó sé hann sammála Seðlabankanum um það að þegar bláloginn standi upp úr allri framleiðslu á Íslandi, þegar öllu hafi verið lokað og ferðaiðnaðurinn í rúst, þá viti hann að það verði lítil verðbólga á Íslandi. Mikil viðskipti voru á skuldabréfamarkaði í dag í kjölfar tilkynningar Seðlabankans um vaxtahækkun en heildarveltan var tæpir sautján milljarðar. Hækkaðir stýrivextir draga að sér erlent fjármagn sem vinnur gegn áhrifum vaxtahækkanna. Gengi krónunnar hafði hækkað um tæp þrjú prósent í lok dagsins sem er þriðja mesta hækkun frá því fjármagnsflutningar voru gefnir frjálsir á Íslandi.
Viðskipti Mest lesið Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Viðskipti innlent „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Birgir til Banana Viðskipti innlent Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Sjá meira