Útflutningsgreinar í uppnámi 30. september 2005 00:01 Samspil hækkandi stýrivaxta Seðlabankans og gengisþróunar veldur þeim áhyggjum sem byggja afkomu sína á erlendri mynt. Seðlabankinn hækkar á þriðjudaginn stýrvexti í 10,25 prósent til að slá á verðbólgu og gengi krónunnar er þegar farið að styrkjast. Sjávarútvegur: Arfavitlaus hagstjórn Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. "Vandinn er heimatilbúinn. Ríkið á bæði Íbúðalánasjóð sem dælir út peningum og svo Seðlabankann hinu megin. Hagstjórnin er eins arfavitlaus og hægt er að hugsa sér," segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims á Akureyri. Hann segir menn ekki búna að bíta úr nálinni með hvernig lagt sé að útflutningsiðnaði með stýrivaxtahækkunum sem muni styrkja gengi krónunnar enn frekar. "Þetta leggur útflutningsgreinarnar í rúst. Afleiðingarnar koma bara ekki í ljós alveg strax, en þær verða mjög alvarlegar til lengri tíma liti. Á næstu misserum dregst bara hægt og rólega saman útflutningur á Íslandi og verður mjög erfitt að ná honum upp aftur." Ferðaþjónusta: Versnandi aðstæður Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða "Því sterkari sem krónan er, þeim mun verri verða aðstæður okkar," segir Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða, sem sér fram á versnandi hag ferðaþjónustunnar í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. "Nóg er þetta nú í dag. Við erum trúlega í um 15 prósentum verri aðstöðu núna heldur en fyrir ári síðan vegna gengisþróunarinnar." Hann segir erfitt fyrir fyrirtæki í ferðaiðnaði að bregðast við, enda sé þarna um að ræða ytri aðstæður í rekstrinum og verðhækkanir í geiranum komi bara niður á eftirspurn. "Við er enda að keppa við löndin í kring um okkur þar sem gengið er ekkert að breytast og á sama tíma draga stjórnvöld úr kynningu á landinu. En við berjumst bara áfram þó aðstæður séu erfiðar." Innflytjendur: Gengið skiptir ekki öllu Viðar Viðarsson, framkvæmdastjóri EJS "Alls ekki er víst að við sem eigum í samkeppni kaupum inn á sama gengi þannig að gengisþróun ein og sér segir ekki alla söguna," segir framkvæmdastjóri Einars J. Skúlasonar, en fyrirtækið flytur inn tölvubúnað, hugbúnað og aðrar vörur erlendis frá. "Þannig að þó gengið styrkist eða veikist þá þýðir það bara batnandi eða versnandi aðstæður fyrir alla sem eiga í innflutningi. Þannig að áhugi minn beinist meira að gengisþróun þessara gjaldmiðla sem við samkeppnisaðilarnir erum að versla í." Viðar segir þó alveg ljóst að viðskiptavinir fyrirtækisins fái að njóta hagstæðrar gengisþróunar. "Auðvitað er sífellt verið að verðleggja eins og markaðurinn þolir, en þegar innkaupsverð lækkar þá skilar það sér og ef það hækkar." Peningamarkaður: Snertir afmörkuð svið Atli B. Guðmundsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka "Heildaráhrifin á bankakerfið eru ekki mikil þó svo að áhrifin komi fram á afmörkuðum sviðum," segir Atli B. Guðmundsson hjá greiningardeild Íslandsbanka um stýrivaxtahækkun Seðlabankans. "Vextir á bæði útlánum og innlánum til skamms tíma hækka í kjölfarið og þannig hefur ákvörðun Seðlabankans áhrif á viðskiptavini bankanna," segir hann og vísar þar til dæmis til yfirdráttarlána og skemmri skuldabréfalána. "Svo breytast líka vextir á millibankamarkaði með krónur þar sem bankarnir lána hver öðrum innbyrðis peninga til skamms tíma, en það er ekki stór hluti af heildarstarfsemi þeirra." Viðskipti Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Samspil hækkandi stýrivaxta Seðlabankans og gengisþróunar veldur þeim áhyggjum sem byggja afkomu sína á erlendri mynt. Seðlabankinn hækkar á þriðjudaginn stýrvexti í 10,25 prósent til að slá á verðbólgu og gengi krónunnar er þegar farið að styrkjast. Sjávarútvegur: Arfavitlaus hagstjórn Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims. "Vandinn er heimatilbúinn. Ríkið á bæði Íbúðalánasjóð sem dælir út peningum og svo Seðlabankann hinu megin. Hagstjórnin er eins arfavitlaus og hægt er að hugsa sér," segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri útgerðarfélagsins Brims á Akureyri. Hann segir menn ekki búna að bíta úr nálinni með hvernig lagt sé að útflutningsiðnaði með stýrivaxtahækkunum sem muni styrkja gengi krónunnar enn frekar. "Þetta leggur útflutningsgreinarnar í rúst. Afleiðingarnar koma bara ekki í ljós alveg strax, en þær verða mjög alvarlegar til lengri tíma liti. Á næstu misserum dregst bara hægt og rólega saman útflutningur á Íslandi og verður mjög erfitt að ná honum upp aftur." Ferðaþjónusta: Versnandi aðstæður Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða "Því sterkari sem krónan er, þeim mun verri verða aðstæður okkar," segir Stefán Eyjólfsson, framkvæmdastjóri Íslandsferða, sem sér fram á versnandi hag ferðaþjónustunnar í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. "Nóg er þetta nú í dag. Við erum trúlega í um 15 prósentum verri aðstöðu núna heldur en fyrir ári síðan vegna gengisþróunarinnar." Hann segir erfitt fyrir fyrirtæki í ferðaiðnaði að bregðast við, enda sé þarna um að ræða ytri aðstæður í rekstrinum og verðhækkanir í geiranum komi bara niður á eftirspurn. "Við er enda að keppa við löndin í kring um okkur þar sem gengið er ekkert að breytast og á sama tíma draga stjórnvöld úr kynningu á landinu. En við berjumst bara áfram þó aðstæður séu erfiðar." Innflytjendur: Gengið skiptir ekki öllu Viðar Viðarsson, framkvæmdastjóri EJS "Alls ekki er víst að við sem eigum í samkeppni kaupum inn á sama gengi þannig að gengisþróun ein og sér segir ekki alla söguna," segir framkvæmdastjóri Einars J. Skúlasonar, en fyrirtækið flytur inn tölvubúnað, hugbúnað og aðrar vörur erlendis frá. "Þannig að þó gengið styrkist eða veikist þá þýðir það bara batnandi eða versnandi aðstæður fyrir alla sem eiga í innflutningi. Þannig að áhugi minn beinist meira að gengisþróun þessara gjaldmiðla sem við samkeppnisaðilarnir erum að versla í." Viðar segir þó alveg ljóst að viðskiptavinir fyrirtækisins fái að njóta hagstæðrar gengisþróunar. "Auðvitað er sífellt verið að verðleggja eins og markaðurinn þolir, en þegar innkaupsverð lækkar þá skilar það sér og ef það hækkar." Peningamarkaður: Snertir afmörkuð svið Atli B. Guðmundsson, sérfræðingur hjá Greiningu Íslandsbanka "Heildaráhrifin á bankakerfið eru ekki mikil þó svo að áhrifin komi fram á afmörkuðum sviðum," segir Atli B. Guðmundsson hjá greiningardeild Íslandsbanka um stýrivaxtahækkun Seðlabankans. "Vextir á bæði útlánum og innlánum til skamms tíma hækka í kjölfarið og þannig hefur ákvörðun Seðlabankans áhrif á viðskiptavini bankanna," segir hann og vísar þar til dæmis til yfirdráttarlána og skemmri skuldabréfalána. "Svo breytast líka vextir á millibankamarkaði með krónur þar sem bankarnir lána hver öðrum innbyrðis peninga til skamms tíma, en það er ekki stór hluti af heildarstarfsemi þeirra."
Viðskipti Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira