Sport

Helga til ÍS

Reykjavíkurmeistarar ÍS í kvennakörfunni fengu mikinn liðstyrk í gær þegar landsliðskonan Helga Jónasdóttir ákvað að spila með liðinu í 1. deild kvenna í vetur en með hennar liðsinni er ÍS-liðið orðið allra hávaxnasta lið deildarinnar. Helga, sem er 23 ára og 188 sm miðherji, var án félags eftir að Njarðvík lagði niður meistaraflokk kvenna hjá sér. Helga lék vel með Njarðvík á síðasta tímabili, kom þá sterk inn aftur eftir barneignarfrí og var þá með 7,3 stig og 10,4 fráköst að meðaltali í leik og nýtti 57,8% skota sinna á tímabilinu. Helga á enn frákastamet Íslendings í deildinni en hún tók 27 fráköst í leik gegn KR 27. október 2001. Hún hefur alls tekið 732 fráköst í 76 leikjum í efstu deild eða 9,6 að meðaltali.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×