Segir fjölmiðla Baugs misnotaða 27. september 2005 00:01 Davíð Oddsson segist horfa á með hryllingi hvernig Baugsmiðlarnir hafi verið misnotaðir, en hann telji að ekki séu dæmi um slíkt í hinum vestræna heimi. Davíð var spurður út í Baugsmál þegar hann kom út af síðasta ríkisstjórnarfundi sínum í morgun. Spurður hvenær hann hefði fyrst heyrt af því að Jón Gerald hygðist kæra Baug sagði Davíð að hann myndi það ekki. Þá var inntur eftir því hvort hann væri sá Davíð sem nefndur hefði verið í tölvupóstum sagðist Davíð ekkert vita hvað um hann væri sagt í tölvupóstum. Í tölvunni hans í utanríkisráðuneytinu væru sjö þúsund tölvupóstar sem hann hefði ekki opnað þannig að hann gerði ekki annað ef hann læsi þá. Auk þess byggist hann við að ýmislegt væri skrifað um hann á hinum ýmsu vefsíðum en hann viti ekkert um það. Aðspurður hvort honum fyndist sú staða sem komin væri upp á milli Fréttablaðsins og Morgunblaðsins ekki sérkennileg, að miðlarnir berðust, sagðist Davíð ekki horfa á það þannig. Hann horfði bara á það með hryllingi með hvaða hætti Baugsmiðlarnir hefðu verið notaðir, en hann teldi að ekki væru nokkur dæmi í slíkt í hinum vestræna. Aðspurður hvort ekki væri verið að sannreyna upplýsingar eins og tíðkaðist í fjölmiðlum sagðist Davíð ekki líta á það með þeim hætti. Þegar farið væri að brjótast inn í tölvupósta manna væru mál komin á mjög óvanalegt stig sem allir hlytu að hafa áhyggjur af, líka starfsmenn Fréttablaðsins. Spurður um orð Ingibjargar Sólrúnar um að pólitískt andrúmsloft hefði verið í aðdraganda Baugsmálsins og ýjað að því að hann beri ábyrgð á því sagði Davíð að Ingibjörg Sólrún hefði aðallega rætt um að gefin hefðu verið út veiðileyfi á einstaklinga og fyrirtæki. Það væri alvarlegra og hún þyrfti að skýra út hver hafi gefið út veiðileyfið, en hann héldi að hún hefði reynt að hlaupa frá því aftur. Aðspurður hvað hann teldi að yrði um málið sagði Davíð að Baugsmálið væri dómsmál. Hann yrði að viðurkenna það, þó að hann væri lögfræðingur, að hann hefði ekki lesið ákærurnar og hefði aldrei haft neinn áhuga fyrir þeim. Davíð sagði að menn væru að rugla saman áhyggjunum sem hann hefði haft af því að það stefndi í það að heilbrigð samkeppni yrði eyðilögð með því að ákveðnir aðilar sölsuðu allt undir sig hér á landi og ákærunum í málinu. Hann þekkti þær ekki og hefði aldrei verið spurður um þær af lögreglu vegna þess að það hefði verið gagnslaust. Hann vissi ekkert um ákærurnar sem fram hafi komið frá einstaklingi sem verið hafi í viðskiptum við fyrirtækið. Hann myndi hugsanlega lesa úrskurð Hæstaréttar þegar dómar liggi endalega fyrir. Aðspurður hvort hann hefði sömu áhyggjur af viðskiptalífinu nú og áður sagðist Davíð hafa það. Það færðist alltof mikið á fáar hendur og auðvitað hefði hann séð hvernig Baugsmiðlarnir hafi verið misnotaðir. Menn hlytu því að velta því fyrir sér hvort önnur fyrirtæki sem sömnu aðilar ættu væru misnotuð með sama hætti. Aðspurður hvernig miðlarnir hefðu verið misnotaðir sagði Davíð að það sæi öll þjóðin. Spurður um fundi Styrmis Gunnarssonar og Kjartans Gunnarssonar í aðdraganda Baugsmálsins og hugsanleg tengsl þess við Sjálfstæðisflokksins sagði Davíð að þar væru engin tengsl. Rætt hefði verið um hvort tilteknir aðilar gætu verið lögfræðingar tiltekins manns. Það skipti ekki máli heldur það hvað hefði verið gert. Af einhverjum ástæðum vildu menn rugla umræðuna, nota fjölmiðlaveldi sitt til að rugla hana. Menn ættu bara að bíða og sjá hver niðurstaðan yrði hjá dómstólum. Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Davíð Oddsson segist horfa á með hryllingi hvernig Baugsmiðlarnir hafi verið misnotaðir, en hann telji að ekki séu dæmi um slíkt í hinum vestræna heimi. Davíð var spurður út í Baugsmál þegar hann kom út af síðasta ríkisstjórnarfundi sínum í morgun. Spurður hvenær hann hefði fyrst heyrt af því að Jón Gerald hygðist kæra Baug sagði Davíð að hann myndi það ekki. Þá var inntur eftir því hvort hann væri sá Davíð sem nefndur hefði verið í tölvupóstum sagðist Davíð ekkert vita hvað um hann væri sagt í tölvupóstum. Í tölvunni hans í utanríkisráðuneytinu væru sjö þúsund tölvupóstar sem hann hefði ekki opnað þannig að hann gerði ekki annað ef hann læsi þá. Auk þess byggist hann við að ýmislegt væri skrifað um hann á hinum ýmsu vefsíðum en hann viti ekkert um það. Aðspurður hvort honum fyndist sú staða sem komin væri upp á milli Fréttablaðsins og Morgunblaðsins ekki sérkennileg, að miðlarnir berðust, sagðist Davíð ekki horfa á það þannig. Hann horfði bara á það með hryllingi með hvaða hætti Baugsmiðlarnir hefðu verið notaðir, en hann teldi að ekki væru nokkur dæmi í slíkt í hinum vestræna. Aðspurður hvort ekki væri verið að sannreyna upplýsingar eins og tíðkaðist í fjölmiðlum sagðist Davíð ekki líta á það með þeim hætti. Þegar farið væri að brjótast inn í tölvupósta manna væru mál komin á mjög óvanalegt stig sem allir hlytu að hafa áhyggjur af, líka starfsmenn Fréttablaðsins. Spurður um orð Ingibjargar Sólrúnar um að pólitískt andrúmsloft hefði verið í aðdraganda Baugsmálsins og ýjað að því að hann beri ábyrgð á því sagði Davíð að Ingibjörg Sólrún hefði aðallega rætt um að gefin hefðu verið út veiðileyfi á einstaklinga og fyrirtæki. Það væri alvarlegra og hún þyrfti að skýra út hver hafi gefið út veiðileyfið, en hann héldi að hún hefði reynt að hlaupa frá því aftur. Aðspurður hvað hann teldi að yrði um málið sagði Davíð að Baugsmálið væri dómsmál. Hann yrði að viðurkenna það, þó að hann væri lögfræðingur, að hann hefði ekki lesið ákærurnar og hefði aldrei haft neinn áhuga fyrir þeim. Davíð sagði að menn væru að rugla saman áhyggjunum sem hann hefði haft af því að það stefndi í það að heilbrigð samkeppni yrði eyðilögð með því að ákveðnir aðilar sölsuðu allt undir sig hér á landi og ákærunum í málinu. Hann þekkti þær ekki og hefði aldrei verið spurður um þær af lögreglu vegna þess að það hefði verið gagnslaust. Hann vissi ekkert um ákærurnar sem fram hafi komið frá einstaklingi sem verið hafi í viðskiptum við fyrirtækið. Hann myndi hugsanlega lesa úrskurð Hæstaréttar þegar dómar liggi endalega fyrir. Aðspurður hvort hann hefði sömu áhyggjur af viðskiptalífinu nú og áður sagðist Davíð hafa það. Það færðist alltof mikið á fáar hendur og auðvitað hefði hann séð hvernig Baugsmiðlarnir hafi verið misnotaðir. Menn hlytu því að velta því fyrir sér hvort önnur fyrirtæki sem sömnu aðilar ættu væru misnotuð með sama hætti. Aðspurður hvernig miðlarnir hefðu verið misnotaðir sagði Davíð að það sæi öll þjóðin. Spurður um fundi Styrmis Gunnarssonar og Kjartans Gunnarssonar í aðdraganda Baugsmálsins og hugsanleg tengsl þess við Sjálfstæðisflokksins sagði Davíð að þar væru engin tengsl. Rætt hefði verið um hvort tilteknir aðilar gætu verið lögfræðingar tiltekins manns. Það skipti ekki máli heldur það hvað hefði verið gert. Af einhverjum ástæðum vildu menn rugla umræðuna, nota fjölmiðlaveldi sitt til að rugla hana. Menn ættu bara að bíða og sjá hver niðurstaðan yrði hjá dómstólum.
Baugsmálið Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira