Innlent

Hafi borgað sig út úr málaferlum

MYND/365
Forráðamenn Baugs greiddu Jóni Gerald Sullenberger 120 milljónir króna til þess að losna út úr málaferlum sem þeir sjálfir höfðu efnt til í Bandaríkjunum gegn Jóni. Þetta upplýsir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðsins, í grein um málið í Morgunblaðinu í dag. Til viðbótar hafi þeir þurft að greiða mikinn lögfræðikostnað því Jón Gerald hefur upplýst að þeir hafi haft fjórar lögfræðistofur til að vinna á sér, þrjár í Bandaríkjunum og eina á Íslandi, segir Styrmir. Hann veltir fyrir sér þeirri spurningu hvers vegna forráðamenn Baugs hafi borgað 120 milljónir til að komast út úr eigin málaferlum og segir svo: „Við hér á Morgunblaðinu höfum kannske einhverja hugmyndir um það, en sú vitneskja er ekki nægilega nákvæm til þess að hún verði sett á prent.“ Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær eru til gögn sem sýna fyrirmæli til lögfræðinga BAugs í BAndaríkjunum um að gengið skuli á milli bols og höfuðs á jóni og honum þannig komið á Kaldan Klaka. Jón Gerlad staðfestir tilvist þessara skjala í dag



Fleiri fréttir

Sjá meira


×