Sport

Perrin nýtur enn stuðnings

Alain Perrin, knattspyrnustjóri Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni, nýtur enn stuðnings stjórnarformannsins Milan Mandaric, þó hann hafi látið vísa sér af velli í tapinu gegn Bolton um helgina fyrir að storka dómara leiksins með kaldhæðnislegu látbragði. Portsmouth hefur gengið afleitlega í byrjun tímabilsins og á lokamínútunum í enn einu tapinu um helgina, klappaði hann fyrir dómara leiksins þegar hann spjaldaði einn leikmanna Portsmouth fyrir að taka innkast á röngum stað og var rekinn upp í stúku fyrir vikið. Perrin á yfir höfði sér refsingu frá knattspyrnusambandinu fyrir uppátækið og Mandaric var ekki par kátur með háttalag stjórans. "Hann er auðvitað undir mikilli pressu og það var kannski þessvegna sem hann lét svona, en það þýðir ekki að hann eigi að haga sér svona. Ég stend við það sem ég hef sagt, starf hans er ekki í hættu þó illa gangi, því ég veit að hann er mikill atvinnumaður og leggur hart að sér í starfi," sagði Mandaric.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×