Freyr og Kortrijk segja belgíska blaðið ljúga Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2024 12:27 Freyr Alexandersson tók við Kortrijk í Belgíu í janúar á þessu ári. Getty/Filip Lanszweert Fótboltaþjálfarinn Freyr Alexandersson segir ekkert hæft í frétt belgíska blaðsins Het Laatste Nieuws um að hann hafi logið til um veikindi og ferðast til Bretlands að ræða um möguleika á nýju starfi. Freyr hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá velska félaginu Cardiff sem situr á botni ensku B-deildarinnar. Félagið er í eigu malasíska auðkýfingsins Vincent Tan sem einnig á belgíska félagið Kortrijk, sem Freyr hefur stýrt frá því í janúar á þessu ári með eftirtektarverðum árangri. Het Laatste Nieuws sagði í grein í dag að Freyr væri mögulega að taka við Cardiff og að hann hefði ferðast til Wales í síðustu viku vegna þess. Blaðið bætti svo við að þjálfarinn hefði sagt leikmönnum að hann væri fjarverandi vegna veikinda. Freyr segir á Twitter að þetta sé alrangt. Í svari við tísti um málið segir Freyr að einu lygarnar séu þær sem birtist í grein HLN. Að hann myndi aldrei skapa þær kringumstæður sem þar sé lýst. Freyr sendi frá sér þetta svar við tísti frá Arne Vossaert, sem virðist vera stuðningsmaður Kortrijk.Skjáskot/Twitter Vísir hefur ekki náð tali af Frey í dag. Yfirlýsing frá Kortrijk: Furðu lostin yfir ósönnum fréttum Uppfært kl. 13.45: Kortrijk hefur nú birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna málsins og segir félagið alrangt að Freyr sé á förum. „KVK og þjálfarinn Freyr Alexandersson voru furðu lostin við að heyra af ósönnum fréttaflutningi í ýmsum miðlum. Alexandersson var ekki í Wales í síðustu viku og mun halda áfram sem þjálfari KV Kortrijk,“ segir í tilkynningunni. „Ég er ekki í viðræðum við Cardiff og það stendur ekki til að fara neitt. Með stuðningsmönnum, leikmönnum og starfsfólki munum við vinna ötullega að framtíð KVK,“ er haft eftir Frey í tilkynningunni. Mark Hughes efstur hjá veðbönkum Samkvæmt frétt Wales Online er Freyr núna í fjórða sæti yfir þá þjálfara sem þykja líklegastir til að taka við Cardiff. Gamla brýnið Mark Hughes er allt í einu kominn þar í efsta sæti en hann stýrði síðast Bradford City í ensku D-deildinni, eftir að hafa áður stýrt Manchester City, Fulham, Stoke og Southampton. James Rowberry og Nathan Jones eru einnig taldir líklegri en Freyr til að taka við liðinu. Cardiff er á botni ensku B-deildarinnar en Freyr þekkir það vel að taka við liði í erfiðri stöðu og bæta gengi þess. Hann bjargaði Kortrijk frá falli með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina og haldið því þar. Dreymir um að starfa í Englandi Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst. Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Freyr hefur verið orðaður við stjórastarfið hjá velska félaginu Cardiff sem situr á botni ensku B-deildarinnar. Félagið er í eigu malasíska auðkýfingsins Vincent Tan sem einnig á belgíska félagið Kortrijk, sem Freyr hefur stýrt frá því í janúar á þessu ári með eftirtektarverðum árangri. Het Laatste Nieuws sagði í grein í dag að Freyr væri mögulega að taka við Cardiff og að hann hefði ferðast til Wales í síðustu viku vegna þess. Blaðið bætti svo við að þjálfarinn hefði sagt leikmönnum að hann væri fjarverandi vegna veikinda. Freyr segir á Twitter að þetta sé alrangt. Í svari við tísti um málið segir Freyr að einu lygarnar séu þær sem birtist í grein HLN. Að hann myndi aldrei skapa þær kringumstæður sem þar sé lýst. Freyr sendi frá sér þetta svar við tísti frá Arne Vossaert, sem virðist vera stuðningsmaður Kortrijk.Skjáskot/Twitter Vísir hefur ekki náð tali af Frey í dag. Yfirlýsing frá Kortrijk: Furðu lostin yfir ósönnum fréttum Uppfært kl. 13.45: Kortrijk hefur nú birt yfirlýsingu á heimasíðu sinni vegna málsins og segir félagið alrangt að Freyr sé á förum. „KVK og þjálfarinn Freyr Alexandersson voru furðu lostin við að heyra af ósönnum fréttaflutningi í ýmsum miðlum. Alexandersson var ekki í Wales í síðustu viku og mun halda áfram sem þjálfari KV Kortrijk,“ segir í tilkynningunni. „Ég er ekki í viðræðum við Cardiff og það stendur ekki til að fara neitt. Með stuðningsmönnum, leikmönnum og starfsfólki munum við vinna ötullega að framtíð KVK,“ er haft eftir Frey í tilkynningunni. Mark Hughes efstur hjá veðbönkum Samkvæmt frétt Wales Online er Freyr núna í fjórða sæti yfir þá þjálfara sem þykja líklegastir til að taka við Cardiff. Gamla brýnið Mark Hughes er allt í einu kominn þar í efsta sæti en hann stýrði síðast Bradford City í ensku D-deildinni, eftir að hafa áður stýrt Manchester City, Fulham, Stoke og Southampton. James Rowberry og Nathan Jones eru einnig taldir líklegri en Freyr til að taka við liðinu. Cardiff er á botni ensku B-deildarinnar en Freyr þekkir það vel að taka við liði í erfiðri stöðu og bæta gengi þess. Hann bjargaði Kortrijk frá falli með ævintýralegum hætti á síðustu leiktíð, eftir að hafa komið Lyngby upp í dönsku úrvalsdeildina og haldið því þar. Dreymir um að starfa í Englandi Cardiff er eins konar systurfélag Kortrijk, en bæði félög eru í eigu malasíska Íslandsvinarins Vincent Tan, og greindi Freyr frá því við Fótbolta.net í vor að hann hefði mikinn áhuga á því að þjálfa Cardiff. Draumur hans væri að starfa í Englandi. „Vincent Tan og Ken Choo sjá um bæði félögin. Það er ekkert leyndarmál, og þegar ég talaði við Kortrijk á sínum tíma þá átti ég líka samtal við þá sem stjórna Cardiff um að ég ætla mér að þjálfa á Englandi. Ég ætla vera stjóri í Championship eða Premier League. Það eru stórir draumar og ég geri mér grein fyrir því. Það væri frábært ef að það væri Cardiff, ég myndi gjarnan vilja þjálfa Cardiff á einhverjum tímapunkti,“ sagði Freyr við Fótbolta.net. Omer Riza, sem hefur verið þjálfari hjá Cardiff, mun stýra liðinu þar til að arftaki Buluts finnst.
Belgíski boltinn Fótbolti Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti