Arteta varðist ásökunum: „Þá væri ég mjög tregur“ Sindri Sverrisson skrifar 25. september 2024 07:31 Mikel Arteta fer yfir málin með Gabriel Jesus á Etihad-leikvanginum á sunnudaginn. Getty/James Gill Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir ekkert athugavert við það hvernig lið hans spilaði í 2-2 jafnteflinu við Manchester City í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudag. Arsenal missti Leandro Trossard af velli með rautt spjald í lok fyrri hálfleiks en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að halda út og landa 2-1 sigri. Liðið hefur verið sakað um að tefja og þeir John Stones og Kyle Walker létu hafa eftir sér að Arsenal-menn beittu bellibrögðum til að verja forskot sitt. Arteta sagði fátt annað hafa verið í stöðunni fyrir Arsenal en að verjast mjög aftarlega manni færri, og benti á hvernig City brást við þegar liðið var manni færra í skamma stund í fyrri hálfleik, vegna meiðsla Rodri. Sjáið hvað City gerði sínar þrjátíu sekúndur „Við urðum að spila leikinn með þeim hætti sem við gerðum. City var með tíu menn í þrjátíu sekúndur. Sjáið hvað þeir gerðu þá. Það er eðlilegt,“ segir Arteta en á meðan að City beið eftir að geta skipt Rodri af velli braut Ilkay Gündogan af sér, og Bernardo Silva stóð fyrir boltanum svo að Arsenal gæti ekki tekið aukaspyrnuna hratt. Arteta segir að það væri hreinlega til marks um heimsku ef að hann lærði ekki af fyrri leikjum: „Því miður höfum við lent í sömu stöðu áður. Við lentum í því sama með Granit [Xhaka] þegar við töpuðum 5-0 [árið 2021]. Svo það er eins gott að við lærum. Ef við gerðum það ekki þá væri ég mjög tregur,“ sagði Arteta. Segir ljóst að einhverjir missi af leiknum í kvöld Fjórir leikmenn Arsenal lögðust niður vegna krampa í seinni hálfleiknum geng City, þeir David Raya, Jurrien Timber, Riccardo Calafiori og Gabriel Martinelli. Það þótti til marks um að liðið væri að tefja en Arteta segir ljóst að ekki geti allir spilað leikinn við Bolton í deildabikarnum í kvöld. „Ég kýs alltaf að halda mig við staðreyndir, frekar en að áætla eitthvað. Við skulum sjá til hver getur spilað [í kvöld] og síðan getum við talað um bellibrögð eða slíkt. Því miður já, þá verða einhverjir leikmenn ekki til taks,“ sagði Arteta. Erling Haaland to Mikel Arteta and Gabriel Jesus after Man City’s 2-2 draw vs. Arsenal 😲 pic.twitter.com/aoFdTBSlXn— ESPN UK (@ESPNUK) September 23, 2024 Stjórinn var einnig spurður út í það þegar Erling Haaland var með stæla við hann eftir leik. Norðmaðurinn kallaði tvívegis til Arteta: „Vertu áfram auðmjúkur.“ Spánverjinn vildi ekki gera neitt úr því: „Þetta er hluti af fótboltanum. Hluti af íþróttum. Eftir leik gufar allt upp og menn snúa sér að öðru,“ sagði Arteta. Enski boltinn Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Sjá meira
Arsenal missti Leandro Trossard af velli með rautt spjald í lok fyrri hálfleiks en var aðeins nokkrum sekúndum frá því að halda út og landa 2-1 sigri. Liðið hefur verið sakað um að tefja og þeir John Stones og Kyle Walker létu hafa eftir sér að Arsenal-menn beittu bellibrögðum til að verja forskot sitt. Arteta sagði fátt annað hafa verið í stöðunni fyrir Arsenal en að verjast mjög aftarlega manni færri, og benti á hvernig City brást við þegar liðið var manni færra í skamma stund í fyrri hálfleik, vegna meiðsla Rodri. Sjáið hvað City gerði sínar þrjátíu sekúndur „Við urðum að spila leikinn með þeim hætti sem við gerðum. City var með tíu menn í þrjátíu sekúndur. Sjáið hvað þeir gerðu þá. Það er eðlilegt,“ segir Arteta en á meðan að City beið eftir að geta skipt Rodri af velli braut Ilkay Gündogan af sér, og Bernardo Silva stóð fyrir boltanum svo að Arsenal gæti ekki tekið aukaspyrnuna hratt. Arteta segir að það væri hreinlega til marks um heimsku ef að hann lærði ekki af fyrri leikjum: „Því miður höfum við lent í sömu stöðu áður. Við lentum í því sama með Granit [Xhaka] þegar við töpuðum 5-0 [árið 2021]. Svo það er eins gott að við lærum. Ef við gerðum það ekki þá væri ég mjög tregur,“ sagði Arteta. Segir ljóst að einhverjir missi af leiknum í kvöld Fjórir leikmenn Arsenal lögðust niður vegna krampa í seinni hálfleiknum geng City, þeir David Raya, Jurrien Timber, Riccardo Calafiori og Gabriel Martinelli. Það þótti til marks um að liðið væri að tefja en Arteta segir ljóst að ekki geti allir spilað leikinn við Bolton í deildabikarnum í kvöld. „Ég kýs alltaf að halda mig við staðreyndir, frekar en að áætla eitthvað. Við skulum sjá til hver getur spilað [í kvöld] og síðan getum við talað um bellibrögð eða slíkt. Því miður já, þá verða einhverjir leikmenn ekki til taks,“ sagði Arteta. Erling Haaland to Mikel Arteta and Gabriel Jesus after Man City’s 2-2 draw vs. Arsenal 😲 pic.twitter.com/aoFdTBSlXn— ESPN UK (@ESPNUK) September 23, 2024 Stjórinn var einnig spurður út í það þegar Erling Haaland var með stæla við hann eftir leik. Norðmaðurinn kallaði tvívegis til Arteta: „Vertu áfram auðmjúkur.“ Spánverjinn vildi ekki gera neitt úr því: „Þetta er hluti af fótboltanum. Hluti af íþróttum. Eftir leik gufar allt upp og menn snúa sér að öðru,“ sagði Arteta.
Enski boltinn Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 Óvæntar fréttir frá Las Vegas: Norris og Piastri gætu verið dæmdir úr leik Formúla 1 Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Fótbolti Fleiri fréttir United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Sjá meira