Sport

Wenger bjartsýnn

NordicPhotos/GettyImages
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist ekki hafa stórar áhyggjur þó nokkrir lykilmenn liðsins eigi við meiðsli að stríða fyrir leikinn gegn Ajax í Meistaradeildinni annað kvöld, en auk þess hefur liðinu ekki gengið vel á útivelli það sem af er tímabilinu. Arsenal heldur til Hollands með þá Dennis Bergkamp, Robert Pires og Gilberto alla tæpa vegna meiðsla og hefur enn ekki náð að sigra á útivelli í ensku deildinni. "Ég er jákvæður vegna þess að þrátt fyrir að gengi liðsins hefði geta verið betra, hafa leikmenn sýnt góðan anda og sigurvilja heilt yfir. Mér þótti sem við hefðum átt að vinna West Ham um helgina, en þegar menn ná ekki að vinna í nokkrum útileikjum í röð, fer það að hafa dálítil áhrif á taugarnar. Sú staðreynd að við töpuðum ekki er samt mjög jákvæð og ég held að ég komi ekki til með að fremja sjálfsmorð þó við töpum nokkrum stigum," sagði Wenger.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×