Avion kaupir fjórar nýjar þotur 22. september 2005 00:01 Avion Group sem er alfarið í eigu Íslendinga hefur fest kaup á fjórum nýjum Boeing 777 þotum fyrir rúmlega sextíu milljarða króna. Félagið er annað tveggja flugfélaga í heiminum til að veðja á nýju vélarnar sem verða teknar í notkun árið 2009. Avion Group og Boeing undirrituðu í dag samninga um stæstu flugvélakaup Íslandssögunnar. Alls er um að ræða fjórar Boeing 777 vélar en fyrsta vélin verður afhent árið 2009. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, segir vélarnar hafa umtalsvert lægri viðhaldskostnað, allt að 30 prósentum lægri eldsneytiskostnað miðað við þær vélar sem félagið sé með í dag og þá sé flugdrægi þeirra lengra miðað við sömu burðargetu og vélarnar sem Atlanta noti í dag. Til viðbótar var samið um að Boeing breytti þremur 747-vélum í flutningavélar en alls er um að ræða viðskipti sem leggja sig á einn milljarð bandaríkjadala, eða jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Aðspurður hvernig kaupin séu fjármögnuð segi Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, að þegar hafi verið greidd fyrirframgreiðsla úr sjóðum félagsins til þess að staðfesta pöntunina og svo verði fjármögnunin boðin út á alþjóðlegum markaði á næstu vikum. Avion Group er annað flugfélagið í heiminum til þess að kaupa Boeing 777 vélar. Magnús segir að menn hafi legið yfir hugmyndunum og séð tækifæri sem þeir telji að verði til mikils ábata þegar fram líði stundir. Mark Norris, sölustjóri Boeing á Norðurlöndum, segir markaðinn fylgjast með því hvað Avion geri og hann telji að sú staðreynd að þeir hafi valið Boeing 777 flutningavél sé til marks um ágæti áætlunarinnar. Í flota Avion Group voru fyrir viðskiptin í dag 66 flugvélar en 5000 manns starfa fyrir félagið á 85 starfsstöðvum víða um heiminn. Þar er meðtalið Eimskip sem sér um alla flutninga á sjó og ræður yfir 22 flutningaskipum. Aðspurður hvort umsvif félagsins verði meiri á Íslandi í framtíðinni segir Magnús að það fari eftir því hvaða vélarnar verði gerðar út, en auðvitað stækki félagið með tilkomu þessara flugvéla. Viðskipti Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira
Avion Group sem er alfarið í eigu Íslendinga hefur fest kaup á fjórum nýjum Boeing 777 þotum fyrir rúmlega sextíu milljarða króna. Félagið er annað tveggja flugfélaga í heiminum til að veðja á nýju vélarnar sem verða teknar í notkun árið 2009. Avion Group og Boeing undirrituðu í dag samninga um stæstu flugvélakaup Íslandssögunnar. Alls er um að ræða fjórar Boeing 777 vélar en fyrsta vélin verður afhent árið 2009. Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Atlanta, segir vélarnar hafa umtalsvert lægri viðhaldskostnað, allt að 30 prósentum lægri eldsneytiskostnað miðað við þær vélar sem félagið sé með í dag og þá sé flugdrægi þeirra lengra miðað við sömu burðargetu og vélarnar sem Atlanta noti í dag. Til viðbótar var samið um að Boeing breytti þremur 747-vélum í flutningavélar en alls er um að ræða viðskipti sem leggja sig á einn milljarð bandaríkjadala, eða jafnvirði 63 milljarða íslenskra króna. Aðspurður hvernig kaupin séu fjármögnuð segi Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, að þegar hafi verið greidd fyrirframgreiðsla úr sjóðum félagsins til þess að staðfesta pöntunina og svo verði fjármögnunin boðin út á alþjóðlegum markaði á næstu vikum. Avion Group er annað flugfélagið í heiminum til þess að kaupa Boeing 777 vélar. Magnús segir að menn hafi legið yfir hugmyndunum og séð tækifæri sem þeir telji að verði til mikils ábata þegar fram líði stundir. Mark Norris, sölustjóri Boeing á Norðurlöndum, segir markaðinn fylgjast með því hvað Avion geri og hann telji að sú staðreynd að þeir hafi valið Boeing 777 flutningavél sé til marks um ágæti áætlunarinnar. Í flota Avion Group voru fyrir viðskiptin í dag 66 flugvélar en 5000 manns starfa fyrir félagið á 85 starfsstöðvum víða um heiminn. Þar er meðtalið Eimskip sem sér um alla flutninga á sjó og ræður yfir 22 flutningaskipum. Aðspurður hvort umsvif félagsins verði meiri á Íslandi í framtíðinni segir Magnús að það fari eftir því hvaða vélarnar verði gerðar út, en auðvitað stækki félagið með tilkomu þessara flugvéla.
Viðskipti Mest lesið Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Neytendur Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Viðskipti innlent Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Viðskipti innlent Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Ráðin til forystustarfa hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Sjá meira