Áfall fyrir ákærendur 21. september 2005 00:01 Baugsmálið svokallaða tók enn eina dýfuna í gær, þegar fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur vísaði ákærum í málinu frá í heilu lagi, en ekki aðeins hluta ákæranna eins og margir höfðu búist við. Þetta hlýtur að teljast áfellisdómur yfir þeim sem unnið hafa að rannsókn og ákærum í þessu máli á vegum embættis ríkislögreglustjórans. Gott ef þetta er ekki eitt mesta klúður sem um getur í réttarfarssögunni hér á landi á síðari árum, eða svo virðist við fyrstu sýn. Það eru um þessar mundir rúmlega þrjú ár síðan efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans gerði húsleit í höfuðstöðvum Baugs samkvæmt sérstökum dómsúrskurði. Upphaf málsins er ásakanir fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna í Bandaríkjunum, sem leiddu svo til einnar umfangsmestu rannsóknar íslensks viðskiptalífs, þar sem svo til flestum steinum var snúið við. Útkoman úr þeirri vinnu embættismanna ríkislögreglustjórans leit svo dagsins ljós þegar ákærur í málinu voru birtar í síðasta mánuði. Þá þegar kveiktu ýmsir auk verjenda sakborninga á viðvörunarljósum varðandi þetta mál, en þegar bréf fjölskipaðs dóms í málinu varð opinbert í lok ágústmánaðar hrukku margir við. Bréfið úr Héraðsdómi Reykjavíkur gaf tóninn um framhald málsins, sem öllum er nú kunnugt. Svo sem vænta mátti ætla ákærendur hjá ríkislögreglustjóra að áfrýja málinu til Hæstaréttar, sem er sjálfsagt og eðlilegt í svo umfangsmiklu og umdeildu máli. Það hefur nú þegar tekið þrjú ár, og því fyrr sem Hæstiréttur tekur ákvörðun í málinu, því betra, ekki aðeins fyrir sakborninga og fyrirtæki þeirra heldur fyrir íslenskt þjóðfélag. Drátturinn í þessu máli er orðinn óþolandi, fyrir utan hvaða hagsmunir eru í húfi. Fyrst á annað borð var byrjað á málinu er það allra hagur að því ljúki sem fyrst. Reyndar gæti það dregist von úr viti, allt eftir því hver niðurstaða Hæstaréttar verður. Nú þegar hefur málið vakið athygli utan landsteinanna, þar sem ýmsir fylgjast orðið með þróun þess. Ákærendur reiddu hátt til höggs með ákærum sínum, en Héraðsdómur Reykjavíkur hefur aftur á móti vísað málinu frá dómi. Það er spurning hvaða mynd þetta gefur útlendingum af réttarfarinu hér, en vissulega kemur það fyrir bæði hér og annars staðar að málum sé vísað frá. Baugsmálið vekur upp ýmsar spurningar varðandi réttarkerfið hér á landi og meðferð ákæruvaldsins. Þótt gert sé ráð fyrir því í lögum að lögreglustjórar, og þar á meðal ríkislögreglustjóri, ákæri í málum sem rannsökuð hafa verið hjá embættum þeirra virðist ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort ekki sé rétt að ríkissaksóknari fari með ákæruvaldið í svo viðamiklum málum sem hér um ræðir. Starfsmenn sama embættisins hafa unnið við rannsókn og ákærur í Baugsmálinu í þrjú ár og það hlyti að hafa verið til bóta ef einhverjir aðrir hefðu komið að því að gefa út ákærur og fylgja málinu eftir í réttarsalnum. Hæstiréttur á næsta leik og eftir honum verður beðið með eftirvæntingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun
Baugsmálið svokallaða tók enn eina dýfuna í gær, þegar fjölskipaður dómur Héraðsdóms Reykjavíkur vísaði ákærum í málinu frá í heilu lagi, en ekki aðeins hluta ákæranna eins og margir höfðu búist við. Þetta hlýtur að teljast áfellisdómur yfir þeim sem unnið hafa að rannsókn og ákærum í þessu máli á vegum embættis ríkislögreglustjórans. Gott ef þetta er ekki eitt mesta klúður sem um getur í réttarfarssögunni hér á landi á síðari árum, eða svo virðist við fyrstu sýn. Það eru um þessar mundir rúmlega þrjú ár síðan efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans gerði húsleit í höfuðstöðvum Baugs samkvæmt sérstökum dómsúrskurði. Upphaf málsins er ásakanir fyrrverandi viðskiptafélaga Baugsmanna í Bandaríkjunum, sem leiddu svo til einnar umfangsmestu rannsóknar íslensks viðskiptalífs, þar sem svo til flestum steinum var snúið við. Útkoman úr þeirri vinnu embættismanna ríkislögreglustjórans leit svo dagsins ljós þegar ákærur í málinu voru birtar í síðasta mánuði. Þá þegar kveiktu ýmsir auk verjenda sakborninga á viðvörunarljósum varðandi þetta mál, en þegar bréf fjölskipaðs dóms í málinu varð opinbert í lok ágústmánaðar hrukku margir við. Bréfið úr Héraðsdómi Reykjavíkur gaf tóninn um framhald málsins, sem öllum er nú kunnugt. Svo sem vænta mátti ætla ákærendur hjá ríkislögreglustjóra að áfrýja málinu til Hæstaréttar, sem er sjálfsagt og eðlilegt í svo umfangsmiklu og umdeildu máli. Það hefur nú þegar tekið þrjú ár, og því fyrr sem Hæstiréttur tekur ákvörðun í málinu, því betra, ekki aðeins fyrir sakborninga og fyrirtæki þeirra heldur fyrir íslenskt þjóðfélag. Drátturinn í þessu máli er orðinn óþolandi, fyrir utan hvaða hagsmunir eru í húfi. Fyrst á annað borð var byrjað á málinu er það allra hagur að því ljúki sem fyrst. Reyndar gæti það dregist von úr viti, allt eftir því hver niðurstaða Hæstaréttar verður. Nú þegar hefur málið vakið athygli utan landsteinanna, þar sem ýmsir fylgjast orðið með þróun þess. Ákærendur reiddu hátt til höggs með ákærum sínum, en Héraðsdómur Reykjavíkur hefur aftur á móti vísað málinu frá dómi. Það er spurning hvaða mynd þetta gefur útlendingum af réttarfarinu hér, en vissulega kemur það fyrir bæði hér og annars staðar að málum sé vísað frá. Baugsmálið vekur upp ýmsar spurningar varðandi réttarkerfið hér á landi og meðferð ákæruvaldsins. Þótt gert sé ráð fyrir því í lögum að lögreglustjórar, og þar á meðal ríkislögreglustjóri, ákæri í málum sem rannsökuð hafa verið hjá embættum þeirra virðist ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvort ekki sé rétt að ríkissaksóknari fari með ákæruvaldið í svo viðamiklum málum sem hér um ræðir. Starfsmenn sama embættisins hafa unnið við rannsókn og ákærur í Baugsmálinu í þrjú ár og það hlyti að hafa verið til bóta ef einhverjir aðrir hefðu komið að því að gefa út ákærur og fylgja málinu eftir í réttarsalnum. Hæstiréttur á næsta leik og eftir honum verður beðið með eftirvæntingu.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun