Óljós afstaða í flugvallarmáli 16. september 2005 00:01 Samgönguráðherra telur augljóst að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur ef það fer yfirhöfuð úr Reykjavík. Fyrir tveimur vikum sagðist hann þó ekki vilja bera ábyrgð á því. Á fjölmennum fundi um flugvallarmál í Reykjanesbæ í gærkvöldi sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra að Keflavík væri eini raunhæfi valkostinn fyrir innanlandsflug ef flugvöllurinn færi frá Reykjavík. Það var Hjálmar Árnason alþingismaður sem boðaði til fundarins og tók fyrstur til máls. Hann sagði forsendur í flugvallarmálum breyttar. Samgöngubætur hefðu orðið á milli Reykjavíkur og Keflavíkur og borgarfulltrúar í Reykjavík virtust sammála um að flugvöllurinn ætti að fara úr Vatnsmýrinni. Því væri rétt að skoða Keflavík sem raunhæfan valkost. Samgönguráðherra steig síðan í pontu og byrjaði á að ítreka þá skoðun sína að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni enn um sinn. Vísaði hann þá bæði til flugöryggis og eins þeirrar enduruppbyggingar sem hefði orðið í Vatnsmýrinni. Almenn samstaða ríkti á fundinum um að ef flugvöllurinn færi úr Vatnsmýrinni væri Keflavík eini kosturinn og Sturla var þar engin undantekning. Sagðist að vísu ekki hafa rannsakað þá hugmynd að fara með flugvöllinn til Mosfellsbæjar en það væri skoðun sín að Keflavík væri eini raunhæfi kosturinn fyrir utan Reykavík. Sturla sagði enn fremur að það lægi alveg fyrir að ef ekki væri hægt að hafa innanlandsflugið í höfuðborginni eða í næstu sveitarfélögum þá myndi það flytjast til Keflavíkur. Það hefði hann alltaf sagt. Fyrir tveimur vikum var Sturla gestur í Íslandi í dag. Þá var hann spurður að því hvort hann þvertæki fyrir það að flugvöllurinn færi til Keflavíkur. Hann svaraði því til að það væri mjög erfið ákvörðun fyrir samgönguráðherra að beina innanlandsfluginu þangað þar sem það hefði verið mat flugrekstraraðila að það myndi leggjast af, og hver vildi taka þá ákvörðun. Ekki hann. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Samgönguráðherra telur augljóst að innanlandsflugið flytjist til Keflavíkur ef það fer yfirhöfuð úr Reykjavík. Fyrir tveimur vikum sagðist hann þó ekki vilja bera ábyrgð á því. Á fjölmennum fundi um flugvallarmál í Reykjanesbæ í gærkvöldi sagði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra að Keflavík væri eini raunhæfi valkostinn fyrir innanlandsflug ef flugvöllurinn færi frá Reykjavík. Það var Hjálmar Árnason alþingismaður sem boðaði til fundarins og tók fyrstur til máls. Hann sagði forsendur í flugvallarmálum breyttar. Samgöngubætur hefðu orðið á milli Reykjavíkur og Keflavíkur og borgarfulltrúar í Reykjavík virtust sammála um að flugvöllurinn ætti að fara úr Vatnsmýrinni. Því væri rétt að skoða Keflavík sem raunhæfan valkost. Samgönguráðherra steig síðan í pontu og byrjaði á að ítreka þá skoðun sína að flugvöllurinn yrði áfram í Vatnsmýrinni enn um sinn. Vísaði hann þá bæði til flugöryggis og eins þeirrar enduruppbyggingar sem hefði orðið í Vatnsmýrinni. Almenn samstaða ríkti á fundinum um að ef flugvöllurinn færi úr Vatnsmýrinni væri Keflavík eini kosturinn og Sturla var þar engin undantekning. Sagðist að vísu ekki hafa rannsakað þá hugmynd að fara með flugvöllinn til Mosfellsbæjar en það væri skoðun sín að Keflavík væri eini raunhæfi kosturinn fyrir utan Reykavík. Sturla sagði enn fremur að það lægi alveg fyrir að ef ekki væri hægt að hafa innanlandsflugið í höfuðborginni eða í næstu sveitarfélögum þá myndi það flytjast til Keflavíkur. Það hefði hann alltaf sagt. Fyrir tveimur vikum var Sturla gestur í Íslandi í dag. Þá var hann spurður að því hvort hann þvertæki fyrir það að flugvöllurinn færi til Keflavíkur. Hann svaraði því til að það væri mjög erfið ákvörðun fyrir samgönguráðherra að beina innanlandsfluginu þangað þar sem það hefði verið mat flugrekstraraðila að það myndi leggjast af, og hver vildi taka þá ákvörðun. Ekki hann.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent