Taumhald á skepnum! 14. september 2005 00:01 Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, benti á það á morgunverðafundi Viðskiptaráðs Íslands að Seðlabankinn sæti einn að þvi að kæla Íslandsvélina meðan aðrir mokuðu kolum í ofnin. Svo virðist sem verðbólguskotið nú í september hafi vakið marga til umhugsnunar. Það er allavega ljóst að meiri þungi er í umræðunni um hætturnar í efnahagslífinu nú en það var fyrir hálfu ári þegar Viðskiptaráð eða Verslunarráð eins og það hét þá hélt sambærilegan fund. Sömu frummælendur voru á báðum þessum fundum: Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Skýrast mátti greina breytinguna milli þessara sex mánaða á máli Vilhjálms fyrir sex mánuðum var hann fremur gagnrýninn á Seðlabankann fyrir að hækka vextina og styrkja með því krónuna. Nú var tónninn annar, enda ljóst að þenslueinkennin eru skýrari nú og kjarasamningar í uppnámi. Sigurjón viðurkenndi að bankarnir eigi sinn þátt í þenslunni með íbúðalánum sínum. Þegar Íbúðalánasjóður hækkaði hámarkslán sín og hækkaði lánshlutfall sitt var ljóst að sjóðurinn myndi taka til sín umframfjármögnun frá bönkunum. Öllum hlaut að vera ljóst að bankarnir myndu leytast við að svara með einhverjum hætti. Niðurstaðan er auðvitað jákvæð fyrir almenning. Vextir af íbúðalánum hafa lækkað. Tímasetningin var hins vegar afleit og jók enn á þensluna í samfélaginu. Bankarnir kynda því einn ofninn í efnhagsvélinni. Almenningur leggur líka sitt að mörkum. Fyrst var endurfjármagnað og yfirdrátturinn greiddur. Síðan tók við sú tilhugsun að fáránlegt væri að vera með ónýttan yfirdrátt, þegar bílar voru á lágu verði og ódýrt að ferðast til útlanda. Eyðslan var því sett í botn á ný og yfirdrátturinn er nú jafn hár og hann var áður en nýju íbúðalánin komu á markaðinn. Ríkið var líka búið að senda mannskapnum greiðsluloforð í formi skattalækkana. Þá kjarabót ætlar fólk að nota til að lækka yfirdráttinn. Þegar þar að kemur. Maður á reyndar eftir að sjá það gerast. Sveitarfélög hafa svo einnig lagt sitt að mörkum til þenslunnar, enda erfitt að segja nei þegar meiri peningar streyma í kassann. Seðlabankinn stendur því einn í að draga niður í tónlistinni og hægja á partíinu. Hinir eru í miklu stuði, en einhverjir fara kannski að hægja á sér eftir síðasta skot. Kjarasamningar eru í hættu og verðbólguhræðslan gerir vart við sig. Hættulegasti tíminn er hins vegar ekki næstu mánuðir . Árið 2007 verður líklega mesti hættutíminn, en ef að mönnum tekst að hægja á nú og kjarasamningarnir reddast, þá verða sennilega allir búnir að gleyma því fyrir jól. Kyndararnir taka til starfa á ný og Seðlabankinn situr eftir einn á ný og talar út í tómið... Þangað til einhver ketillinn springur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Sigurjón Árnason, bankastjóri Landsbankans, benti á það á morgunverðafundi Viðskiptaráðs Íslands að Seðlabankinn sæti einn að þvi að kæla Íslandsvélina meðan aðrir mokuðu kolum í ofnin. Svo virðist sem verðbólguskotið nú í september hafi vakið marga til umhugsnunar. Það er allavega ljóst að meiri þungi er í umræðunni um hætturnar í efnahagslífinu nú en það var fyrir hálfu ári þegar Viðskiptaráð eða Verslunarráð eins og það hét þá hélt sambærilegan fund. Sömu frummælendur voru á báðum þessum fundum: Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, Vilhjálmur Egilsson, ráðuneytisstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu og Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans. Skýrast mátti greina breytinguna milli þessara sex mánaða á máli Vilhjálms fyrir sex mánuðum var hann fremur gagnrýninn á Seðlabankann fyrir að hækka vextina og styrkja með því krónuna. Nú var tónninn annar, enda ljóst að þenslueinkennin eru skýrari nú og kjarasamningar í uppnámi. Sigurjón viðurkenndi að bankarnir eigi sinn þátt í þenslunni með íbúðalánum sínum. Þegar Íbúðalánasjóður hækkaði hámarkslán sín og hækkaði lánshlutfall sitt var ljóst að sjóðurinn myndi taka til sín umframfjármögnun frá bönkunum. Öllum hlaut að vera ljóst að bankarnir myndu leytast við að svara með einhverjum hætti. Niðurstaðan er auðvitað jákvæð fyrir almenning. Vextir af íbúðalánum hafa lækkað. Tímasetningin var hins vegar afleit og jók enn á þensluna í samfélaginu. Bankarnir kynda því einn ofninn í efnhagsvélinni. Almenningur leggur líka sitt að mörkum. Fyrst var endurfjármagnað og yfirdrátturinn greiddur. Síðan tók við sú tilhugsun að fáránlegt væri að vera með ónýttan yfirdrátt, þegar bílar voru á lágu verði og ódýrt að ferðast til útlanda. Eyðslan var því sett í botn á ný og yfirdrátturinn er nú jafn hár og hann var áður en nýju íbúðalánin komu á markaðinn. Ríkið var líka búið að senda mannskapnum greiðsluloforð í formi skattalækkana. Þá kjarabót ætlar fólk að nota til að lækka yfirdráttinn. Þegar þar að kemur. Maður á reyndar eftir að sjá það gerast. Sveitarfélög hafa svo einnig lagt sitt að mörkum til þenslunnar, enda erfitt að segja nei þegar meiri peningar streyma í kassann. Seðlabankinn stendur því einn í að draga niður í tónlistinni og hægja á partíinu. Hinir eru í miklu stuði, en einhverjir fara kannski að hægja á sér eftir síðasta skot. Kjarasamningar eru í hættu og verðbólguhræðslan gerir vart við sig. Hættulegasti tíminn er hins vegar ekki næstu mánuðir . Árið 2007 verður líklega mesti hættutíminn, en ef að mönnum tekst að hægja á nú og kjarasamningarnir reddast, þá verða sennilega allir búnir að gleyma því fyrir jól. Kyndararnir taka til starfa á ný og Seðlabankinn situr eftir einn á ný og talar út í tómið... Þangað til einhver ketillinn springur.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun