Leikjum lokið í Meistaradeildinni 13. september 2005 00:01 Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið, en óhætt er að segja að það hafi verið Real Madrid frá Spáni sem stal senunni, því liðið steinlá fyrir Frakklandsmeisturum Lyon með þremur mörkum gegn engu og hafa þjálfarar liðsins í gegn um tíðina verið reknir fyrir minna en svona úrslit. Það voru þeir John Carew, Juninho og Sylvain Wiltord sem skoruðu mörk franska liðsins, sem greinilega er til alls líklegt ef marka má þessi úrslit, en ljóst er að spænska liðið er í bullandi vandræðum. Liverpool gerði góða ferð til Spánar og lagði Real Betis 2-1. Þeir Pongolle og García skoruðu mörk enska liðsins, en Arzu minnkaði muninn fyrir heimamenn. Chelsea sigraði Anderlecht frá Belgíu í London, 1-0 en sigur heimamanna var langt frá því að vera sannfærandi og í raun hefðu bæði lið átt að skora fleiri mörk í leiknum. Frank Lampard skoraði sigurmark Chelsea í leiknum á 19. mínútu. AC Milan lenti í miklum vandræðum með Fenerbahce frá Tyrklandi, því eftir að Kaká kom heimamönnum yfir snemma leiks, náðu gestirnir að jafna og sú staða hélst fram á lokamínútur leiksins. Þá bætti Kaká við öðru marki sínu og Andriy Shevchenko innsiglaði 3-1 sigurinn með þriðja marki Milan. Glasgow Rangers báru sigurorð af Porto í hörkuleik í Skotlandi, þar sem heimamenn voru alltaf skrefinu á undan og uppskáru 3-2 sigur. Rosenborg vann góðan 3-1 útisigur á Olympiakos og Inter sigraði Artmedia Bratislava 1-0 á útivelli og PSV Eindhoven lagði Schalke 1-0. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Sjá meira
Leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er lokið, en óhætt er að segja að það hafi verið Real Madrid frá Spáni sem stal senunni, því liðið steinlá fyrir Frakklandsmeisturum Lyon með þremur mörkum gegn engu og hafa þjálfarar liðsins í gegn um tíðina verið reknir fyrir minna en svona úrslit. Það voru þeir John Carew, Juninho og Sylvain Wiltord sem skoruðu mörk franska liðsins, sem greinilega er til alls líklegt ef marka má þessi úrslit, en ljóst er að spænska liðið er í bullandi vandræðum. Liverpool gerði góða ferð til Spánar og lagði Real Betis 2-1. Þeir Pongolle og García skoruðu mörk enska liðsins, en Arzu minnkaði muninn fyrir heimamenn. Chelsea sigraði Anderlecht frá Belgíu í London, 1-0 en sigur heimamanna var langt frá því að vera sannfærandi og í raun hefðu bæði lið átt að skora fleiri mörk í leiknum. Frank Lampard skoraði sigurmark Chelsea í leiknum á 19. mínútu. AC Milan lenti í miklum vandræðum með Fenerbahce frá Tyrklandi, því eftir að Kaká kom heimamönnum yfir snemma leiks, náðu gestirnir að jafna og sú staða hélst fram á lokamínútur leiksins. Þá bætti Kaká við öðru marki sínu og Andriy Shevchenko innsiglaði 3-1 sigurinn með þriðja marki Milan. Glasgow Rangers báru sigurorð af Porto í hörkuleik í Skotlandi, þar sem heimamenn voru alltaf skrefinu á undan og uppskáru 3-2 sigur. Rosenborg vann góðan 3-1 útisigur á Olympiakos og Inter sigraði Artmedia Bratislava 1-0 á útivelli og PSV Eindhoven lagði Schalke 1-0.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ Körfubolti Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti „Fáránlega erfið sería“ Körfubolti Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Körfubolti Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Körfubolti „Þetta var skrýtinn leikur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Aubameyang syrgir fallinn félaga „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ „Þetta var skrýtinn leikur“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir að Fury muni ekki snúa aftur Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Sjá meira