Innlent

25 bátar frá Snarfara í leit

Sjómælingaskipið Baldur frá Landhelgisgæslunni mun í dag taka þátt í leitinni að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni, sem saknað hefur verið frá því á sunnudag eftir sjóslysið á sundunum. Á sunnudag tóku 25 bátar frá sportbátafélaginu Snarfara þátt í leitinni.  Sjómælingaskipið Baldur er búið botnsjám, sem gætu komið að gagni. Leit á sjó, sem gerð var í gærkvöldi, bar engan árangur og helur ekki leit í fjörunni í gær þar sem á fjórða tug vina og ættingja Friðriks leituðu. Á sunnudag gerði sportbátafélagið Snarfari alsherjarútkall til félagsmanna sinna til að taka þátt í leitinni. Alls komu um 70 félagar Snarfara að leitinni á sunnudaginn með einum eða öðrum hætti. Leitarsvæði Snarfaramanna var hafsvæðið frá Engey að Kjalarnesi, Lundey að Viðey.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×