Leikjum lokið í ensku 10. september 2005 00:01 Leikjunum sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Meistarar Chelsea unnu Sunderland nokkuð auðveldlega 2-0 og Manchester liðin skildu jöfn 1-1,í æsilegum grannaslag, eins og reyndar Tottenham og Liverpool í London. Jose Mourinho gerði þrjár skiptingar á liði sínu í kring um hálfleikinn og var greinilega afar ósáttur við spilamennsku sinna manna. Eiður Smári fór útaf fyrir Damien Duff í hálfleiknum, en það voru þeir Geremi og Drogba sem skoruðu mörk Chelsea, sem heldur sínu í toppbaráttunni. Manchester United og Manchester City skildu jöfn 1-1 á Old Trafford. Ruud van Nistelrooy skoraði mark heimamanna í uppbótartíma í fyrri hálfleiknum, en Joey Barton jafnaði fyrir gestina á 75. mínútu og þar við sat. Tottenham og Liverpool skildu jöfn 0-0, þar sem heimamenn réðu ferðinni lengst af, en náðu ekki að nýta sér það og þurftu að sætta sig við jafntefli, gegn hálf döpru liði Liverpool. Bæði lið skoruðu mark í leiknum, en bæði voru þau dæmd réttilega af. Nýliðar Wigan unnu afar mikilvægan útisigur á WBA, 1-2, þar sem Jimmy Bullard var hetja gestanna og skoraði sigurmarkið undir lok leiksins. Áður hafði David Connolly jafnað leikinn fyrir Wigan, en það var Jonathan Greening sem kom heimamönnum yfir á 26. mínútu. Newcastle marði stig á heimavelli sínum gegn Fulham, en það var Charles N´Zogbia sem jafnaði leikinn fyrir Newcastle á 78. mínútu, eftir að liðið hafði verið undir bróðurpart leiksins eftir mark Brian McBride á 13. mínútu. Þetta var fyrsta mark norðanmanna á leiktíðinni og ekki hægt að segja að Michael Owen og félagar byrji tímabilið með neinum glæsibrag. Spútniklið síðasta vetrar, Everton, er í bullandi vandræðum það sem af er þessari leiktíð, en í dag lá liðið á heimavelli fyrir Portsmouth 0-1. Það var Duncan Ferguson sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja gestunum sigur, þegar hann skallaði hornspyrnu Portsmouth liðsins í eigið net eftir klukkutíma leik. Charlton hélt áfram góðri sigurgöngu sinni með 0-1 sigri á Birmingham og markið skoraði ungstirnið og leikmaður mánaðarins, Darren Bent á 15. mínútu. Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag, en það er leikur Middlesbrough og Arsenal, sem nú stendur yfir. Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Fleiri fréttir Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ Sjá meira
Leikjunum sem hófust klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið. Meistarar Chelsea unnu Sunderland nokkuð auðveldlega 2-0 og Manchester liðin skildu jöfn 1-1,í æsilegum grannaslag, eins og reyndar Tottenham og Liverpool í London. Jose Mourinho gerði þrjár skiptingar á liði sínu í kring um hálfleikinn og var greinilega afar ósáttur við spilamennsku sinna manna. Eiður Smári fór útaf fyrir Damien Duff í hálfleiknum, en það voru þeir Geremi og Drogba sem skoruðu mörk Chelsea, sem heldur sínu í toppbaráttunni. Manchester United og Manchester City skildu jöfn 1-1 á Old Trafford. Ruud van Nistelrooy skoraði mark heimamanna í uppbótartíma í fyrri hálfleiknum, en Joey Barton jafnaði fyrir gestina á 75. mínútu og þar við sat. Tottenham og Liverpool skildu jöfn 0-0, þar sem heimamenn réðu ferðinni lengst af, en náðu ekki að nýta sér það og þurftu að sætta sig við jafntefli, gegn hálf döpru liði Liverpool. Bæði lið skoruðu mark í leiknum, en bæði voru þau dæmd réttilega af. Nýliðar Wigan unnu afar mikilvægan útisigur á WBA, 1-2, þar sem Jimmy Bullard var hetja gestanna og skoraði sigurmarkið undir lok leiksins. Áður hafði David Connolly jafnað leikinn fyrir Wigan, en það var Jonathan Greening sem kom heimamönnum yfir á 26. mínútu. Newcastle marði stig á heimavelli sínum gegn Fulham, en það var Charles N´Zogbia sem jafnaði leikinn fyrir Newcastle á 78. mínútu, eftir að liðið hafði verið undir bróðurpart leiksins eftir mark Brian McBride á 13. mínútu. Þetta var fyrsta mark norðanmanna á leiktíðinni og ekki hægt að segja að Michael Owen og félagar byrji tímabilið með neinum glæsibrag. Spútniklið síðasta vetrar, Everton, er í bullandi vandræðum það sem af er þessari leiktíð, en í dag lá liðið á heimavelli fyrir Portsmouth 0-1. Það var Duncan Ferguson sem varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og tryggja gestunum sigur, þegar hann skallaði hornspyrnu Portsmouth liðsins í eigið net eftir klukkutíma leik. Charlton hélt áfram góðri sigurgöngu sinni með 0-1 sigri á Birmingham og markið skoraði ungstirnið og leikmaður mánaðarins, Darren Bent á 15. mínútu. Einum leik er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag, en það er leikur Middlesbrough og Arsenal, sem nú stendur yfir.
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Fleiri fréttir Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ „Gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því hversu sérstakir þeir voru“ Sjá meira